is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3324

Titill: 
  • Einelti á vinnustöðum. Staða þekkingar á Íslandi við upphaf 21. aldarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upphaflega var einelti aðeins skoðað meðal skólabarna en í dag er einelti á vinnustöðum orðið viðurkennt vandamál. Margar mismunandi skilgreiningar eru til um einelti á vinnustöðum og misjafnt hvernig fræðimenn nálgast og meta einelti. Það eru þó flestir sammála um að afleiðingar eineltis eru miklar og alvarlegar. Einelti veldur vanlíðan hjá þolendum og það er jafnframt kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið allt. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir vandamálinu og eðli þess svo hægt sé að draga úr tíðni eineltis og eins til að geta unnið með þau tilfelli sem upp koma.
    Í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004 er kynferðisleg áreitni talin undir skilgreininguna um einelti. Það er oft erfitt að aðgreina milli eineltis og kynferðislegrar áreitni og sumir fræðimenn telja að kynferðisleg áreitni sé ein tegund af einelti. Kynferðisleg áreitni er stundum talin sér en stundum sem hluti af einelti. Hér verður því einnig fjallað um kynferðislega áreitni þó meiri áhersla sé lögð á einelti.
    Kveikjan að þessu verkefni var sú að höfundi var falið að gera samantekt fyrir Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, sem jafnframt er leiðbeinandi verkefnisins, um íslenskar rannsóknir á einelti fyrir samnorrænan fund um einelti. Í framhaldi af þeirri vinnu vöknuðu svo upp spurningar um við hvernig aðstæður íslenskt atvinnulíf og launþegar búa við í sambandi við einelti. Það er að segja hvernig lagaumhverfið er og hvert er hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð.
    Hér verður fjallað um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Fjallað verður fræðilega um efnið og augum sérstaklega beint að íslenskri umfjöllun um vinnustaðaeinelti og kynferðislega áreitni. Íslensk lög og reglur sem koma að vinnustaðaeinelti og kynferðislegri áreitni verða skoðuð, þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Íslandi síðustu ár teknar saman og þeim gerð skil. Að lokum verður skoðað hvað er til ráða fyrir þá sem koma að einelti á Íslandi. Hvað upplýsingar liggja fyrir um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum og hvert er hægt að leita aðstoðar.

Samþykkt: 
  • 4.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur_Drofn_Thordardottir_fixed.pdf235.11 kBLokaðurHeildartextiPDF