ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3346

Titill

Fjármögnun og fjármagnsskipan fyrirtækja. Framtíðaruppbygging Landsvirkjunar

Útdráttur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að finna hagkvæmustu fjármagnsskipan Landsvirkjunar og hvernig skynsamlegast sé fyrir fyrirtækið að fjármagna nýjar virkjanir. Marka þarf skýrari stefnu fyrir helstu kennitölur fyrirtækisins í ljósi þess hve skuldsett það er og kennitölurnar eru hlutfallslega veikar að mati lánshæfismatsfyrirtækjanna. Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við ríkisábyrgð á lánum fyrirtækisins og er með málið til skoðunar. Ef stofnunin mun úrskurða að ábyrgðin sé ólögleg er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að útbúa aðgerðaáætlun til að lágmarka neikvæð áhrif þess að missa ábyrgðina. Ólíklegt er að ríkið muni afnema ábyrgðina einhliða og ekki virðist vera pólitískur vilji fyrir því að fá nýja hluthafa inn í fyrirtækið.
Hagkvæmasta fjármagnsskipan fyrirtækisins var fundin með því að skoða, í Bloomberg, lykiltölur úr rekstri orkufyrirtækja Vestur-Evrópu og gera samanburðarrannsókn. Mat á lánshæfismatseinkunn fyrirtækisins vegna afnáms ríkisábyrgðarinnar var fengið með því að rannsaka aðferðafræði lánshæfismats-fyrirtækjanna ásamt því að eiga fundi með fulltrúum þeirra.

Samþykkt
6.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
David_Olafur_Ingim... .pdf1,32MBLokaður Heildartexti PDF