ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3360

Titill

Uppeldishlutverk foreldra

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að skoða hugmyndir foreldra um
æskilega frammistöðu sína í uppeldishlutverkinu, hvað þeir telja einkenna góða
foreldra. Í öðru lagi að skoða hverjar foreldrar telja helstu hindranir góðrar
frammistöðu, hvað þeim finnist erfitt við hlutverk sitt og þá hvort þeir telji sig hafi
þörf fyrir stuðning. Þátttakendur voru 208 foreldrar/forráðamenn barna í 2., 5. og
9. bekk í þremur grunnskólum í Reykjavík og voru spurningalistar lagðir fyrir þá.
Niðurstöður voru þær að um 30-90% foreldra finnst helstu einkenni góðra foreldra
þau að þeir sýni barni sínu kærleika og umhyggju; hafi skýr mörk/reglur og
framfylgi þeim; sýni barni sínu virðingu; og séu góðar fyrirmyndir. Þetta voru
niðurstöður bæði við opnum og lokuðum spurningum um einkenni góðra foreldra.
Efst á blaði við báðum spurningum var að sýna barninu kærleika (umhyggju,
væntumþykju). Af styrkleikum sínum nefna foreldrarnir oftast (14-24%): að þeir
séu ástríkir/kærleiksríkir; verji tíma með barninu; séu hlýir/blíðir; hlusti; og hafi
aga/skýran ramma. Öllum foreldrum finnst þeir bera megin ábyrgð á uppeldi
barna sinna. Um þriðjungi foreldra finnst erfiðast við hlutverk sitt: ábyrgðin á
börnunum og uppeldinu; tímaskortur og erfiðleikar við að samræma heimili og
vinnu; og að halda uppi aga og reglum. Um og yfir 90% foreldra telja
uppeldishlutverkið veita sér ánægju; þeir eigi náið samband við barn sitt; séu
stoltir af barni sínu; og finnst skemmtilegt að verja tíma með barninu. Um 80%
foreldra telja sig góða uppalendur. Almennt vildu foreldrarnir helst bæta sig í því
að hafa meiri tíma fyrir börnin sín og í samskiptum við þau (um og yfir
þriðjungur). Meirihluta foreldra (80%) finnst þeir vera að fá þann stuðning við
uppeldi barna sinna sem þeir telja sig þurfa á að halda. Einnig segist meirihluti
þeirra (um 60-90%) stundum eða oft lesa greinar um uppeldi í dagblöðum og
tímaritum; á netinu; eða í bókum. Þá segjast um og yfir 90% foreldra ræða um
uppeldi við maka sinn, vini og kunningja, eða foreldra og systkini. Foreldrar telja
ábyrgð sína mikla og að þeir standi sig vel í uppeldishlutverkinu.

Samþykkt
7.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hrund_Thorarinsdot... .pdf359KBLokaður Heildartexti með viðaukum PDF