is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3361

Titill: 
  • Umfjöllun um kosti og galla útvistunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða kosti og galla útvistunar. Einnig kanna hvaða þættir skipta mestu máli við ákvörðun um útvistun og hvort þetta sé aðferð sem stjórnendur ættu að taka sér til fyrirmyndar. Það skapar oft hagræðingu að kaupa útvistun og fá fagaðila utan fyrirtækisins með mikla sérþekkingu til að sjá um tiltekið verkferli. Á tímum hraða og breytinga er þörfin meiri en áður að viðhalda kjarnastarfsemi fyrirtækja og með því að velja ákveðin verkefni til útvistunar geta stjórnendur einbeitt sér betur að kjarnastarfseminni til að halda/eða ná samkeppnisforskoti.
    Með tilkomu alþjóðavæðingarinnar hefur útvistun færst mikið í vöxt og eru auknar kröfur á stjórnendur um meiri árangur skýring á því af hverju útvistun hefur aukist. Þeir gallar sem fylgja útvistun eru meðal annars auknar líkur á trúnaðarbresti og hætta á að verða of háður fagaðilanum. Einnig sá tími sem fer í að samræma vinnutímann við fagaðilann, ásamt hættu á að tengslin við viðskiptavini minnki og erfitt getur verið að sjá hvernig starfsfólkinu líður. Kostirnir eru oftast lægri kostnaður, þrátt fyrir að það sé dýrt í upphafi og fyrirtæki sem eru lítil og þurfa á mismiklum mannafla að halda í mislangan tíma, geta litið á útvistun sem vænlegan kost.
    Til að greina hvað skiptir máli við ákvörðun á útvistun þarf að skoða kosti og galla útvistunarinnar og leitast við að finna hæfni fyrirtækisins með því að skoða styrkleika og veikleika þess. Útvistun er aðferð og stjórntæki sem vert virðist að skoða vel. Greining var gerð á Sláturfélagi Suðurlands til að fá betri innsýn í hvernig virðiskeðjan greinist. Til að fá raunverulegt svar fyrir atvinnulífið hér á landi, þá væri fróðlegt að kanna raunveruleg dæmi hér á landi og gera sjálfstæða athugun á viðfangsefninu eða hluta þess.

Samþykkt: 
  • 18.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elin_Bragadottir_fixed.pdf421.46 kBLokaðurHeildartextiPDF