is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3364

Titill: 
  • Alltaf á vaktinni. Könnun á streitu og vinnuálagi blaða- og fréttamanna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinnustreita þjakar 27% íslensks vinnuafls samkvæmt rannsókn Vinnueftirlitins og Gallups. Rannsóknir sýna að vandamálið á Íslandi er svipað og annars staðar. Streita og aðrir andlegir kvillar eru helsta ástæða örorku hjá ungu fólki á Vesturlöndum. Vandamálið er því umfangsmikið og kostnaðurinn sem fylgir því gríðarlegur.
    Í þessari rannsókn var spurningalisti lagður fyrir rúmlega 400 íslenska blaða- og fréttamenn sem er þorri þeirra sem hafa þetta að fullu starfi. Svarhlutfall var 42% og endurspegla svörin því afstöðu hópsins nokkuð vel.
    Það er niðurstaða ritgerðarinnar að streita sé mikil og útbreidd á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna. 71% hefur fundið fyrir streitu vegna sífelldrar leitar að næstu frétt og flestum líður oft eins og þeir séu í vinnu þótt þeir eigi að vera í fríi. Rík krafa er frá yfirmönnum um að fréttaleit sé sinnt á frítíma. Líkamleg og andeg einkenni streitu eru nokkuð útbreidd og segja flestir að of mikil vinna valdi streitu. Næstflestir segja að það valdi þeim streitu að geta ekki gleymt vinnu þegar heim er komið. Of mörg verkefni sem sinna þurfi á sama tíma og of lítil tími til að leysa þau valdi álagi.
    Blaða- og fréttamenn telja hins vegar að streita sé eðlilegur hluti af því að starfa við fjölmiðla og að meiri krafa sé gerð til þeirra en annarra um að þeir þoli streitu. Þá hafa 99% upplifað jákvæða spennu í vinnu, til að mynda í kringum skilafrest eða þegar þau ,,ná fréttinni”. Þetta er að mati höfundar afar mikilvægt atriði enda vísbending um það að stéttin sætti sig við ákveðna streitu. Sé það raunin mætti ætla að blaða- og fréttamenn ráði betur við hana en margir aðrir þótt það hafi ekki verið sérstaklega rannsakað hér.
    Því er ekki haldið fram með vissu að streita sé meiri á meðal blaða- og fréttamanna en annarra stétta þótt ákveðin merki séu um það. Þó er hægt að fullyrða út frá gögnunum að streita sé að minnsta kosti ekki minni.

Samþykkt: 
  • 7.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldvin_Bergsson_fixed.pdf876.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna