ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3375

Titill

Staða forsjárlausra foreldra

Útdráttur

Forsjárlausum foreldrum fjölgar óðum í nútímasamfélagi, sem kallar á auknar reglur um stöðu þessa hóps. Staða forsjárlausra foreldra felur bæði í sér réttindi þeirra og skyldur, og verður ritgerðinni skipt upp í samræmi við það.
Í 1. kafla verður fjallað almennt um forsjá. Gerð verður grein fyrir hugtakinu forsjá, hvernig forsjá er skipað við andlát forsjárforeldris og því hvernig foreldrar geta misst forsjá yfir börnum sínum. Þá verður skoðað hvernig forsjá barna hefur breyst síðustu ár og í framhaldi af því fjallað um sameiginlega forsjá.
Réttindi forsjárlausra foreldra er viðfangsefni 2. kafla þessarar ritgerðar. Í þeim kafla verður gerð grein fyrir þeim réttarheimildum sem réttindi forsjárlausra foreldra byggja á og síðan verður umfjöllun um hver réttindi fyrir sig. Fyrst verður hugað að umgengnisrétti og inntak hans skýrt, m.a. gerð grein fyrir þvingunarúrræðum til að koma á umgengni sem hefur verið tálmuð. Því næst er fjallað um rétt forsjárlauss foreldris til upplýsinga um barn og hvað felst í þeim rétti, m.a. hvers konar upplýsingar foreldið á rétt á. Að síðustu verður fjallað um hver réttindi forsjárlausra foreldra eru við ættleiðingu barna.
3. kafli fjallar um skyldur forsjárlausra foreldra. Fyrst er skyldan til að umgangast barn tekin fyrir og gerð grein fyrir inntaki hennar. Þá verður fjallað um framfærsluskyldu forsjárlausra foreldra, sem birtist í greiðslu mánaðarlegs meðlags. Fjallað verður um hversu hátt meðlag foreldrar þurfa að greiða, hversu lengi o.fl.
Í 4. og síðasta kaflanum verður fjallað um stöðu þeirra foreldra sem hafa verið sviptir forsjá og gerð grein fyrir mismunandi stöðu þeirra og foreldra sem misst hafa forsjá með öðrum hætti.
Í lokaorðum verður efnið dregið saman.
Í þessari ritgerð verður því leitast við að svara grundvallarspurningum eins og hvað felst í forsjá, hvers konar réttindi forsjárlausir foreldrar eiga, hvaða skyldur hvíla á þeim og hvaða munur sé á foreldrum sem sviptir hafa verið forsjá og þeim sem misst hafa forsjá með öðrum hætti.

Samþykkt
10.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lilja_Bjork_Asgrim... .pdf336KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
Lilja_Bjork_Asgrim... .pdf47,6KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna