ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3385

Titill

Reiknilíkan framhaldsskólanna

Útdráttur

Rannsókn þessari er ætlað að varpa ljósi á reiknilíkan menntamálaráðuneytisins
sem notað er til útdeilingar á fjármagni til rekstrar framhaldsskólanna. Aðdragandi
líkansins er skoðaður sem og þróun þess á tímabilinu um 1990 til þessa dags. Þá er
reynt að greina þá þætti sem hafa haft áhrif á þróun líkansins og breytingar á því
undanfarinn áratug. Leitað er fræðilegrar tengingar við bæði fjárlagagerð í opinberri
stjórnsýslu og við aðferðir til fjármögnunar skólastarfi. Rannsóknin er starfstengd
og studd megindlegum gögnum, birtum sem óbirtum auk þess sem beitt var
hálfformuðum viðtölum við þá sem gerst þekkja til málsins. Helstu niðurstöður eru
að líkanið virðist vera afrakstur rannsóknar- og þróunarstarfs meðal starfsmanna
menntamálaráðuneytis og skólastjórnenda og er þróun þess enn í gangi. Þótt
eitthvað skorti á gegnsæi líkansins virðist það endurspegla hlutlæga og vísindalega
aðferð við mat á fjármögnun en vera um leið sveigjanlegt tæki sem stjórnmálamenn
geta og hafa hlutast til um breytingar á. Líkanið virðist standast vel samanburð við
erlendar aðferðir en árangursmælikvarðar sem tengjast því geta varla talist til þess
fallnir að meta árangur af skólastarfi.

Samþykkt
10.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Olafur_Sigurdsson.pdf835KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna