is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3391

Titill: 
  • Frá nauðþurft til nýsköpunar. Jarðhitanýting á Íslandi frá 1900-2005
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2008 verður haldið uppá 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi. Á þessum hundrað árum þróaðist íslenskt þjóðfélag frá sjálfsþurftarbúskap yfir í það að standa jafnfætis öðrum vestrænum þjóðum í atvinnulífi, menntun, tækni og lífsgæðum. Umtalsverður þáttur í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag byggir á þeirri framþróun sem orðið hefur í nýtingu á jarðhita. Viðhorf til atvinnuvega og atvinnumöguleika Íslendinga hefur breyst. Til langs tíma var litið á sjávarfang og landgæði sem mikilvægustu náttúruauðlindir landsins. Á síðari hluta tuttugustu aldar var talið nauðsynlegt að efla iðnað til að auka lífsgæðin, einkum stóriðju. Hagnýting jarðhitans, sem í fyrstu var vandrötuð leið til að nýta innlenda auðlind í stað innfluttrar er nú orðin útrásargrein.
    Í þessu riti verður fjallað um jarðhitanýtingu á Íslandi útfrá sjónarhóli nýsköpunar- og stjórnunarfræða. Jarðhitanýtingin verður skoðuð sem heildstætt og afmarkað ný- sköpunarkerfi og notaðar verða aðferðir sem miða að því að greina slík kerfi. Gengið er útfrá því að Íslendingar hafi náð einstökum árangri í nýtingu jarðhita og byggt verður undir þá staðhæfingu með gögnum. Sjónarhornið er þverfaglegt; gengið er út frá því að sá árangur sem náðst hefur hafi verið drifinn áfram af mörgum ólíkum þáttum, bæði samfélagslegum og náttúrufarslegum. Leitað er gagna um margháttaðar breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi til að reyna að greina hvað hafi haft áhrif og hvað ekki á nýtingu jarðhita. Markmiðið er að kanna breytingar og þróun í íslensku samfélagi samfara aukinni nýtingu á heitu vatni frá aldamótum fram til ársins 2005 með það fyrir augum að greina hvað hafði áhrif, neikvæð eða jákvæð, á jarðhitanýtingu. Leitast er við að svara spurningunni hvers vegna og hvernig jarðhitinn, sjálfbær auðlind, varð veigamikill drifkraftur í nútímavæðingu íslensks þjóðfélags.
    Umfjöllunin skiptist í fimm kafla. Fyrst er fræðilegur kafli þar sem lýst er þeim kenningum sem jarðhitanýting á Íslandi verður mátuð inní. Fjallað er um jarðhita og jarðfræði landsins. Þá kemur sögulegt yfirlit sem ætlað er að varpa ljósi á það hvernig jarðhitinn varð leið Íslendinga útúr vosbúð og lausn í orkukreppum. Þar eru dregin saman gögn varðandi þróun orkunýtingar og samfélagsins með það fyrir augum að greina hvaða þættir höfðu mest áhrif á aukna nýtingu jarðhita í stað innfluttra orkugjafa. Að lokum eru dregnar niðurstöður af þeirri mynd af þróuninni sem gögnin sýna í ljósi þeirra fræðikenninga sem valið var að nýta.

Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis_Ingolfsdottir_fixed.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ásdís.pdf404.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF