is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3392

Titill: 
  • Samspil vinnu og einkalífs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna samþættingu vinnu og einkalífs. Það hefur sýnt sig að vinnutími fólks hefur lengst og álag aukist í samræmi við það. Erfiðara getur reynst fyrir einstaklinga að ná jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og togstreita milli þessara tveggja hlutverka getur valdið vandamálum jafnt í vinnu og einkalífi. Sveigjanleiki í starfi er talinn geta auðveldað fólki að ná jafnvægi á milli þessara tveggja póla og er þá meðal annars horft til sveigjanlegs vinnutíma, fjarvinnu og hlutastarfa.
    Tekin voru eigindleg viðtöl við tíu starfsmenn með ólíkan bakgrunn, fimm starfa í einkageiranum og fimm í opinbera geiranum. Tilgangurinn var að kanna viðhorf starfsmannanna til samspils vinnu og einkalífs og athuga hvort fram kæmi munur á viðhorfum starfsmanna eftir því í hvorum geiranum þeir starfa.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda meðal annars til að starfsánægja sé almennt mikil og að meirihluti starfsmanna nái jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Viðmælendur voru á sama máli um það að sveigjanleiki í starfi liðkaði fyrir því að þetta jafnvægi næðist. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem hér komu fram má ætla að starfsmenn í einkageiranum njóti fremur sveigjanleika í starfi en starfsmenn hins opinbera. Starfsmenn í opinbera geiranum virðast þó hollari sínum vinnustað en starfsmenn í einkageiranum.

Samþykkt: 
  • 15.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Iris_Gudmundsdottir_fixed.pdf753 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna