is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3406

Titill: 
  • Jöklabréf. Áhrif þess þegar margir flokkar hafa svipaðan gjalddaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Krónan mun falla með harðri lendingu segja áreiðanlega sumir þegar talað er um
    gjalddagana á fyrstu þremur mánuðum ársins 2009. Einhver hefur spáð því að krónan
    falli um 40 prósent.
    Norski útflutningslánasjóðurinn (Eksportfinans) hefur í fyrsta skipti gefið út skuldabréf í
    íslenskum krónum á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Stærð útgáfunnar er 3 ma.kr. með
    gjalddaga þann 7. september 2007 og verður beint til evrópskra fjárfesta. Bréfin munu bera
    8,5% vexti. (Landsbankinn, 2005)
    Þessi tilkynning var birt í vegvísi Landsbankans 25 ágúst 2005 og var það í
    fyrsta skipti sem erlendur aðili gaf út skuldabréf í íslenskum krónum. Aðrar erlendar
    fjármálastofnanir fylgdu í kjölfarið og nú hafa um 30 aðilar gefið út skuldabréf í
    íslenskum krónum. Miklar vangaveltur eru hvað muni gerast þegar stórir gjalddagar
    nálgast og enginn hvati er til þess hjá erlendum útgefendum að gefa út fleiri
    skuldabréf í krónum eða fjárfestar verða orðnir áhættufælnari. Áhugavert er að skoða
    hvað muni gerast og niðurstaðan snertir alla landsmenn. Verðbólga er nú í hæstu
    hæðum, stendur í 14,5 prósentum og hefur ekki verið hærri í fjöldamörg ár. Fólk á
    erfitt með að ná endum saman og ástandið getur versnað enn frekar.
    Mikil umfjöllun varð um krónubréf á þeim tíma sem útgáfa þeirra hófst og
    skrifaði Þorvarður Tjörvi Ólafsson (2005) ítarlega grein í útgáfuriti Seðlabanka
    Íslands, Peningamálum 2005-4. Sú grein var mjög snemma á ferðinni og langt í fyrsta
    gjalddaga. Engin haldbær reynsla var komin á útgáfuna á þeim tíma en Þorvarður
    komst að þeirri niðurstöðu að hún myndi hafa áhrif á peningastefnu Seðlabankans og
    að miðlun hennar færi í auknum mæli í gegnum gengisáhrifin í stað vaxta. Ástæðan
    var sú að útgáfan ynni á móti stýrivaxtahækkunum bankans.
    Mikil reynsla er komin á samskonar útgáfu erlendis og má þar helst nefna útgáfu
    kiwibréfa en það eru skuldabréf sem eru útgefin af erlendum aðilum, í nýsjálenskum
    dölum. Greinahöfundar hafa oft á tíðum borið efnahagskerfið í Nýja-Sjálandi saman
    við það íslenska því að það er lítið opið hagkerfi með hávaxtamynt og mikla eftirspurn
    eftir fjármagni. Það sem er einna helst ólíkt með hagkerfunum tveimur er að
    ójafnvægið er töluvert meira á Íslandi. Það að líta til annars hagkerfis hinum megin á
    hnettinum er í sjálfu sér í lagi en verðugt er að athuga hvort marktækt sé að draga
    3
    ályktanir af reynslu þeirra eftir 20 ára tímabil. Hagfræðingar þar í landi hafa þó komist
    að þeirri niðurstöðu á þeim 20 árum sem kiwibréfin hafa verið við lýði, að áhrif
    gjalddaga séu lítil og það sé framsýni á markaði sem leiði til þess að áhrifin eru
    verðlögð áður en kemur að gjalddaga. (Þorvarður Tjörvi Ólafsson, 2005)
    Hér á eftir er farið inn á helstu þætti jöklabréfaútgáfu.
    • Í fyrsta kafla er útskýrt hvað jöklabréf eru, hver sé ávinningur þátttakenda
    og fyrirkomulag viðskiptanna útskýrt. Ennfremur hvaða markaðsaðstæður
    þurfa að vera í því landi sem ákvarðar val á gjaldmiðlinum.
    • Í öðrum kafla er aðeins litið til baka til stórra útgáfna og gjalddaga og
    áhrifa þeirra. Nýmarkaðir eru skoðaðir og markaðsaðstæður metnar.
    • Í þriðja kafla er fjallað um möguleg áhrif á efnahagslífið. Hvaða áhrif
    stórir endurgreiðslumánuðir hafa á gengi krónunnar, vexti á Íslandi,
    fjármagnsjöfnuð og peningastefnu Seðlabanka Íslands.
    • Að lokum er fjallað um alla liðina í einni heild og niðurstaða fengin.

Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kari_Georgsson_fixed.pdf629.67 kBLokaðurHeildartextiPDF