is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3416

Titill: 
  • Notkun gæðaviðmiða við árangursmælingar á íslenskum háskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis var að skoða hvaða gæðaviðmið þrír íslenskir háskólar nota til að mæla árangur sinn í kennslu og rannsóknum, hver væri frammistaða þeirra á grundvelli alþjóðlegra mælikvarða og hvað hefði áhrif á gæðaviðmið þeirra.
    Rannsóknin byggði fyrst og fremst á eigindlegum gögnum en einnig var notast við megindleg gögn. Eigindlega aðferðin fólst annars vegar í greiningu á gögnum, s.s. stefnu háskólanna og samningum við menntamálaráðuneytið og hins vegar í viðtölum til að varpa ljósi á sýn viðmælenda á viðfangsefninu. Viðmælendur voru stjórnendur í háskólunum þremur auk starfsmanns frá menntamálaráðuneytinu. Megindlega aðferðin fólst í greiningu á gögnum frá Rannsóknamiðstöð Íslands og Hagstofu Íslands, en frammistaða háskólanna þriggja á grundvelli alþjóðlegra mælikvarða var borin saman. Sérstaklega var horft til lagadeildar og viðskiptadeildar skólanna.
    Helstu niðurstöður eru þær að skólarnir þrír, þ.e. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, notfæra sér vel þekkt alþjóðleg gæðaviðmið til að meta árangur í kennslu og rannsóknum. Gæðaviðmið í rannsóknum eru líkari meðal háskólanna en gæðaviðmið kennslunnar.
    Í samanburði á frammistöðu háskólanna á grundvelli alþjóðlegra gæðaviðmiða kom í ljós að það var munur á háskólunum, en hann var háður því við hvað var miðað. Þannig skipti máli hvort horft væri til menntunar fastráðinna starfsmanna, hlutfalls nemenda á kennara eða rannsóknavirkni, auk þess sem munur var á frammistöðu eftir því hvort miðað var við lagadeild, viðskiptadeild eða háskólana í heild.
    Í eigindlegu rannsókninni kom í ljós að afstaða viðmælenda til gæðamats og þær forsendur sem viðkomandi mat byggði á hefur áhrif á gæðaviðmið skólanna og þar með árangur þeirra. Þannig töldu viðmælendur erfitt en um leið mikilvægt að meta eigin frammistöðu auk þess sem viðmið og leiðbeiningar stjórnvalda voru ekki nægilega skýr. Þá gætti reynsluleysis hjá háskólunum við mat á eigin gæðum.

Athugasemdir: 
  • Vantar forsíðu og titilsíðu
Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thora_Ragnheidur_Stefansdottir_fixed.pdf924.25 kBLokaðurHeildartextiPDF