is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3418

Titill: 
  • Modelling breast epithelial-endothelial interaction in three-dimensional cell culture
Titill: 
  • Samspil æðaþels og eðlilegs og illkynja þekjuvefjar úr brjóstkirtli í þrívíðri frumurækt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Brjóstkirtillinn samanstendur af tveimur megingerðum þekjuvefsfruma, kirtilþekju- og vöðvaþekjufrumum. Saman mynda þessar frumugerðir hina greinóttu formgerð brjóstkirtilsins. Kirtilvefurinn er umlukinn æðaríkum stoðvef sem inniheldur margar mismunandi frumugerðir, þ.m.t. bandvefsfrumur og æðaþelsfrumur.
    Þroskun og sérhæfing kirtilsins er mjög háð samskiptum hans við millifrumuefni brjóstsins og frumur stoðvefjarins. Mest áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á bandvefsfrumum í þessu tilliti, en minni
    athygli beint að æðaþelsfrumum, sem voru lengi taldar gegna því hlutverki einu að miðla súrefni og næringu um líkamann. Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á að nýmyndun æða í krabbameinsæxlum spili stórt hlutverk í framþróun æxlisvaxtar og hefur það verið tengt
    slæmum horfum. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægt hlutverk æðaþels í þroskun og sérhæfingu ýmissa líffæra, til dæmis í heila, lifur og beinmerg sem og í framþróun krabbameins. Nýleg þekking bendir einnig til mikilvægra áhrifa æðaþels á þroskun eðlilegs
    og illkynja brjóstvefjar. Markmið verkefnisins er að kanna áhrif brjóstaæðaþels á eðlilegar og illkynja brjóstaþekjufrumulínur og nota til þess þrívíð ræktunarlíkön sem þróuð voru á rannsóknastofunni, sem og að endurbæta þessi líkön til frekari rannsókna á samskiptum æðaþels og þekjufruma. Flestar frumulínur eru af kirtilþekjuuppruna en skortur er á frumulínum sem endurspegla svipgerð vöðvaþekjunnar. Búin var til ný frumulína af vöðvaþekju uppruna úr vef fengnum úr brjóstaminnkunaraðgerð. Frumulínan hefur svipgerð
    samskonar þeirri sem sjá má í vöðvaþekjufrumum. Í samrækt með æðaþeli mátti sjá mikla aukningu á stærð frumuþyrpinga, sem og á fjölda frumuþyrpinga miðað við viðmið án æðaþels, bæði hjá eðlilegum og illkynja þekjufrumum. Til að kanna betur þessi áhrif var
    þróað nýtt samræktunarlíkan sem nota má til að greina áhrif leysanlegra þátta á þekjufrumur. Niðurstöður benda til að áhrifum æðaþelsfrumanna sé miðlað af leysanlegum þáttum sem dreifast um
    gelið, en ekki af beinni snertingu á milli frumugerðanna. Áframhaldandi rannsóknir á samskiptum æðaþels og þekjufruma og greining á þáttum sem eiga þar hlut munu varpa mikilvægu ljósi á hlutverk æðaþels í þroskun brjóstkirtilsins og í framþróun krabbameins.

Samþykkt: 
  • 11.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
saevar_ingthorsson_fixed.pdf8.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna