is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3428

Titill: 
  • Theoretical studies of silicon-containing six-membered rings
Titill: 
  • Kennilegir reikningar á kísilinnihaldandi sexhringjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir á stellingajafnvægi kísilinnihaldandi sexhringja eru af skornum skammti ef
    borið er saman við rannsóknir á súrefnis- og niturinnihaldandi sexhringjum. Með
    tilkomu nýrra mæligagna fyrir stellingajafnvægi milli áslægrar og þverlægrar stellingar
    einsetinna og 1,1-tvísetinna 1-silacyclohexanafleiða, ákváðum við að framkvæma
    ítarlega rannsókn með tölvuútreikningum, með því takmarki að ná samræmi milli
    kennilegra reikninga og tilraunaniðurstaðna. Skammtafræðilegir tölvureikningar eru
    margs konar, en DFT reikningar eru sérlega hentugir fyrir mörg efnafræðileg vandamál.
    Hefðbundnar DFT aðferðir hafa hins vegar ekki alltaf gefið ásættanlegar niðurstöður og
    vandamál tengd DFT aðferðum á lífrænum sameindum hafa verið í brennidepli í
    fagtímaritum nýlega. Ný kynslóð DFT aðferða getur hins vegar spáð fyrir um orkumun
    stellinga mun nákvæmar en áður, skv. samanburði okkar við coupled cluster reikninga
    og tilraunaniðurstöður.
    Einnig voru rannsökuð, áhrif þess að bæta kísilatómi inn í einsetinn cyclohexanhring á
    kerfisbundin hátt. Spáð var fyrir um orkumun fjölmargra silacyclohexana, sem innihéldu
    allt frá einu kísilatómi upp í sex og mismunandi sethópa. Sumar þessara sameinda hafa
    aldrei verið rannsakaðar, hvorki með tilraunum né reikningum. Stellingajafnvægi
    kísilinnihaldandi sexhringja er skv. reikningum okkar, töluvert frábrugðið því sem þekkt
    er fyrir cyclohexan og aðra heterohringi og niðurstöðurnar benda til þess að við eigum
    enn talsvert eftir í land með að skilja stellingajafnvægi einfaldra lífrænna sameinda.
    Orkuyfirborð ósetinna isilacyclohexanafleiða hafa áður verið kortlögð og ferlar fyrir umhverfingu stólforms í annað verið reiknaðir. Með notkun nýrra reikniaðferða til að finna söðulpunkta, voru ferlar endurbættir og reiknaðir á nákvæmari hátt en áður. Með tilkomu GED (gas electron diffraction) mælinga hafa byggingar sameindanna verið greindar og voru nýir tölvureikningar bornir saman við tengjalengdir og tengjahorn úr
    tilraunum. Þá voru reikningar á myndunarvarma efnanna framkvæmdir og tilraunir gerðar til að herma flókin 1H NMR róf disilacyclohexana.

Samþykkt: 
  • 12.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3428


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar_Bjornsson_fixed.pdf4.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna