is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3437

Titill: 
  • Species and population differentiation in the North Atlantic Sebastes. A study of mtDNA variation
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Erfðabreytileiki DNA hvatbera (mtDNA) innan S. marinus og S. mentella var metinn með
    raðgreiningu. Svæði innan cytochrome b gensins var raðgreint, alls 420 basapör. Auk þess var
    erfðabreytileiki fyrir sama gen kannaður hjá S. viviparus með raðgreiningu á 567 basapörum.
    S. mentella og S. marinus deila með sér flestum setgerðunum sem fundust en engin af þessum
    setgerðum finnast hjá S. viviparus. Sérstökum formum eða stofnum innan S. mentella sem
    finnast í Irmingerhafi, hefur verið lýst sem aðskildum stofnum. Það eru úthafskarfi og djúpúthafskarfi.
    Miklar deilur eru um hvort þessir stofnar séu aðgreindir eða hluti af einum og
    sama stofninum. Niðurstöður sýna aðgreiningu á milli þessara stofna og á milli þeirra og
    S. mentella. Aðgreining finnst einnig á milli S. mentella og S. marinus. Hóparnir deila mörgum
    setgerðum og sú aðgreining sem finnst byggist á mismunandi tíðni setgerða í hópunum. Há
    tíðni á fjölætta setgerðum gæti bent til rangrar flokkunar til tegunda. Önnur og mun líklegri
    ástæða fyrir slíku mynstri bendir til fornra setgerða sem enn finnast í stofnum þessara fiska
    í dag. S. viviparus aðgreinist greinilega frá hinum og breytileiki innan hans er því einætta.
    Aðskilnaður S. viviparus frá hinum tveimur er metinn um 700 þúsund ár. Miðað við þann
    fjölætta strúktúr sem finnst hjá S. marinus og S. mentella er ófullgerð aðgreining setgerða
    talin helsta skýringin. Aðskilnaður þeirra er talinn vera mjög nýlegur, eða um 19 þúsund ár.
    Aðskilnaður á milli S. mentella og undirhópa í Irminger hafi er einnig mjög nýlegur, eða um
    4 þúsund ár.

Samþykkt: 
  • 12.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svava_Ingimarsdottir_fixed.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna