ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3445

Titill

Flugstarfsemi og rekstrarmódel. Breytingar, fargjöld og reglur

Útdráttur

Megináherslur þessarar ritgerðar eru á breytingar sem gerðar voru á fargjöldum og reglum
um þau hjá Icelandair. Breytingarnar voru tvær. Sú fyrri var í júní árið 2007 og sú síðari í
nóvember 2008. Við greiningu og túlkun er sjónarhorn sölumanna tekið og fjallað um
fargjöldin og fargjaldareglurnar út frá þeim. Sjónarmið stefnumiðaðrar stjórnunar eru
rakin og rætt er um PESTLE -, VRIO - og SVÓT – greiningar. Samkeppnislíkan og
virðiskeðja Michael Porter eru tekin til umfjöllunar. Einnig er fjallað almennt um
breytingar hjá fyrirtækjum og skoðaðar eru leiðir til að innleiða breytingar og hvernig unt
er að láta þær vara til lengri tíma. Tvenns konar rekstrarform flugfélaga eru tekin til
umfjöllunar og gerð er tilraun til að staðsetja Icelandair í öðru hvoru þeirra. Helstu
niðurstöður greiningarinnar eru þær að breytingar sem voru gerðar á fargjöldum Icelandair
árið 2007 voru talsverðar, en breytingar sem voru gerðar rúmu ári síðar voru litlar.
Fargjaldareglur breyttust einnig en mun minna við seinni breytingarnar. Fargjöldin eru
síðan skoðuð út frá fræðilegu umfjölluninni og möguleikar nýrra fargjalda greindir. Að
lokum er rætt almennt um nokkur atriði, þar á meðal álag á starfsmenn og þjálfun þeirra.

Samþykkt
14.6.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Anna_Gudrun_Tomasd... .pdf1,32MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna