is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3447

Titill: 
  • Áhrif fjármála hins opinbera á íþróttaiðkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ávinningur af íþróttum fyrir samfélög og einstaklinga eru líklega augljós fyrir marga. Þrátt fyrir það eru íþróttir í samkeppni þar sem ávallt er skortur á hverskonar auðlindum. Íþróttir þurfa að keppa við hina ýmsu afþreyingu til að laða að iðkendur. Þó er erfitt að finna vöru sem telst vera algjör staðkvæmdarvara íþrótta. Íþróttir standa frammi fyrir því að þurfa að réttlæta á áþreifanlegri máta hvers vegna almannafé ætti að vera varið í þær. Jákvæð áhrif íþrótta hafa margítrekað komið fram í rannsóknum en þær hafa leitt í ljós að iðkun íþrótta og líkamsræktar sé holl og góð. Íþróttir eru auk þess ótvírætt veigamikill áhrifavaldur um líðan okkar og atgervi. Auk þess eru íþróttir fjölmennasta tómstundaiðjan og þannig sameinast fjölskyldur meira í tengslum við íþróttaiðkun barna sinna. Er þá réttlætanlegt að auka útgjöld til íþróttamála? Íþróttir skila jákvæðum ytri áhrifum þar sem ekki er nægilega ,,framleitt” af þessari vöru þ.e ávinningur samfélagsins í heild er meiri en ávinningur íþróttamarkaðarins. Til þess að réttlæta aukin útgjöld til íþróttamála er nauðsynlegt að finna fylgni á milli aukinna útgjalda og vaxandi iðkendafjölda í íþróttum og hvers kyns hreyfingu. Til þess þarf að safna gögnum þó nokkuð langt aftur í tímann, afla gagna erlendis frá til að öðlast samanburð og byggja þannig upp gagnagrunn til að geta hafið hagrannsóknir á gögnunum. Niðurstöður greiningarinnar komu þó nokkuð á óvart því í ljós kom að aukin útgjöld á hvern iðkanda að meðaltali hefur nánast engin áhrif á iðkendafjölda og á þetta við í öllum þeim löndum sem rannsóknin var gerð á. Íslendingar eru á toppi listans yfir hæsta iðkendahlutfall íþrótta á Norðurlöndum en tölurnar sína að á Íslandi er úthlutað minnstu fjármagni frá hinu opinbera að meðaltali á hvern iðkenda.

Samþykkt: 
  • 14.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudbjorg_Gunnarsdottir_fixed.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna