ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3450

Titill

Skuldatryggingarálag. Samanburður á íslenskum og erlendum bönkum

Útdráttur

Skuldatryggingarálag (e. CDS spread) er hugtak sem mikið hefur verið í umræðunni á
Íslandi síðan fjármálakrísan skall á sumarið 2007. Í ritgerðinni er farið í saumana á því
hvað skuldatryggingarálag er, hvernig það virkar og hvernig það er mælt.
Skuldaafleiður og afleiðuskiptasamningar eins og vaxtaskiptasamningar, gjaldeyrirsskiptasamningar,
valréttir og heildarávöxtunarskiptasamningar eru sambærilegir við
skuldatryggingar og verða gerð skil á þeim og þeim mun sem skilur á milli þeirra.
Skuldatryggingarálag er talið vera mikilvægt stjórnunartæki í áhættuútreikningum og
myndar það markað fyrir áhættu. Stærsti gallinn við markaðinn er sá að hann er of stór
og eftirlitslaus. Erfitt er að verðleggja hann rétt því enginn veit í raun hver ber
áhættuna eða hvort viðkomandi geti borgað trygginguna.
Árið 2005 var byrjað að mæla skuldatryggingarálag íslensku bankanna, sem var í
upphafi í kringum 20 punkta en fór svo yfir 3.000 punkta rétt fyrir hrun þeirra í
október 2008. Álag íslensku bankanna var mjög hátt samanborið við banka erlendis og
er það talið vera vegna þess að þeir voru of áhættusamir. Erlendis voru þróaðar
vísitölur til að fylgjast með skuldatryggingarálagi fyrirtækja. Staðallinn CDX NA IG
er safn 125 fjármálafyrirtækja í Norður Ameríku og iTraxx Europe er safn 125
fjármálafyrirtækja í Evrópu. Þessi söfn eru yfirfarin tvisvar á ári af sérfræðingum.
Nánar er fjallað um það ásamt meginmun skuldatryggingarálags íslenskra- og erlendra
banka.
Leitast er við að finna svör við því hvort skuldatryggingarálag íslenskra banka sé
sambærilegt við skuldatryggingarálag erlendra banka. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar
eru þær að mismunur skuldatryggingar íslenskra og erlendra banka eru
breytingar á undirliggjandi áhættuþáttum og tæknilegum þáttum á skuldabréfa- og
skuldaafleiðumarkaði sem valda verðbreytingum án þess að undirliggjandi áhættuþættir
útgefanda breytist. Talið er að skuldatryggingarálag íslensku bankanna sé ekki
sambærilegt við banka erlendis vegna þess að viðskiptalíkan íslensku bankanna er
öðruvísi en þekkist erlendis og þeir taldir vera of áhættusamir. Markaðurinn hér á
landi fyrir skuldatryggingar er lítill og takmarkað eftirlit er á honum og því þarf lítið til að sveiflur verði miklar.

Samþykkt
14.1.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Helga_Dora_Magnusd... .pdf1,15MBLokaður Heildartexti PDF