is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3453

Titill: 
  • Rætur hagvaxtar á Íslandi 1946 til 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að finna rætur hagvaxtar á Íslandi og byggir aðferðafræðin
    á líkani Roberts Solow (1957). Líkan Roberts Solow skiptir hagvextinum í þrjár rætur,
    aukningu fjárfestingar, vinnuafls og framleiðni. Framleiðnin er leifaliður og lýsir öllum
    breytingum í framleiðslu, sem ekki er hægt að skýra með breytingum í fjárfestingu eða
    vinnuafli.
    Árlegur hagvöxtur á Íslandi var 4,08% að meðaltali á tímabilinu 1946 til 2008,
    sem telst nokkuð gott í alþjóðlegum samanburði. Hagvaxtagreining fyrir Ísland leiddi í
    ljós að 35% af hagvextinum má rekja til aukningar fjárfestingar, 25% til vinnuafls og
    40% til framleiðni. Frá 1946 til 2008 er þróunin sú að hlutur fjárfestingar minnkar,
    meðan hlutur vinnuafls og framleiðni eykst.
    Fylgnigreining milli hagvaxtar á Íslandi og hagvaxtar í Bandaríkjunum og
    Danmörku, veitir vísbendingar um að hagvöxtur og íslenskt efnahagslíf sé háð
    efnahagssveiflum erlendis og þá sérstaklega eftir 1990. Samanburður á
    hagvaxtagreiningum fyrir Ísland, Danmörku og Bandaríkin yfir tímabilið 1972 til 2007
    leiddi í ljós að hlutur framleiðni er óvenju hár á Íslandi. Það hve hlutur framleiðni er
    stór á Íslandi, skýrist að hluta til af því að sjávarútvegur var grunnatvinnuvegur á Íslandi
    á 20. öld. Fylgnigreining milli breytinga í fiskiafla og framleiðni gefur til kynna að
    hagvöxtur sé háður aflabrögðum og breytingar í aflabrögðum komi fram í leifaliðnum, framleiðni.

Samþykkt: 
  • 14.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorunn_Freyja_Gustafsdottir_fixed.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna