is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3462

Titill: 
  • Leiðir til lausna : viðhorf 10 til 12 ára barna og foreldra til frístundastarfs ÍTR
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar í megindráttum um frístundastarf barna, mikilvægi og áhrif þess á þroskaferil þeirra. Tvinnað er inn í þessar hugmyndir til að mynda fræðilegum kenningum sem kunna að skipta máli þegar litið er á heildrænan þroska. Fræðimennirnir Jean Piaget, John Dewey og Howard Gardner settu allir fram kenningar sem lúta að félags- og vitsmunaþroska barna. Þeir líta á börn sem sjálfstæða og umfram allt virka þátttakendur í lífi og leik. Samkvæmt kenningum þeirra er lögð ríkuleg áhersla á að tengja þau viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni reynsluheimi barna. Umfram allt þarf að skapa þeim verkefni sem hlaðin eru raunverulegum markmiðum og gildum. Gerð var rýnihópsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl bæði við foreldra og börn og skoðanir þeirra á tómstundamálum settar fram frá hinum ýmsu sjónarhornum. Rannsóknin endurspeglar viðhorf 10 til 12 ára barna og einnig foreldra til frístundastarfs á vegum Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar renna stoðum undir þá staðreynd að félagsmiðstöðvar gegni mikilvægu hlutverki á mótunarárum barna í víðasta skilningi þess orðs, hvað varðar afþreygingar, menntunar- og forvarnargildi. Snið rannsóknarinnar er byggt á eigindlegri aðferð, þ.e. tekin voru opin viðtöl og spurningalistar lagðir fyrir.
    Lykilorð: Frístundastarf, 10 til 12 ára börn.

Samþykkt: 
  • 18.8.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leidir_til_lausna pdf skjal.pdf172.94 kBLokaðurHeildartextiPDF