ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3464

Titill

Ég ætla að verða hel-massaður : áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn

Útdráttur

Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða áhrif samfélagsins á líkamsímynd ungra karlmanna. Það var gert með eigindlegri rannsóknaraðferð og var rannsóknin framkvæmd á tímabilinu janúar – apríl 2009. Tekin voru opin viðtöl þar sem stuðst var við spurningalista. Við val á þátttakendum var notað markvisst úrtak. Viðmælendur rannsóknarinnar voru sjö og voru þeir valdir vegna starfsstöðu og hugsanlegrar fagþekkingar á útllitsdýrkun og röskunum á líkamsímynd ungra karlmanna. Tilgátan sem lagt var upp með var að líkamsímynd ungra karlmanna sé verri en samfélagið telur og útlitsdýrkun sé því vaxandi vandamál. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að líkamsímynd ungra karlmanna fer sífellt versnandi og fjölmiðlar spila þar stórt hlutverk sem áhrifavaldar og fyrirmyndir. Hluti vandamálsins er að ekki er nægilega mikil þekking á málefninu né fræðsla til fagaðila sem vinna með ungum karlmönnum.
Lykilorð: Útlitsdýrkun.

Athugasemdir

Fræðslumyndband fylgir prentuðu eintaki

Samþykkt
18.8.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ég ætla að verða h... .pdf211KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna