is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/346

Titill: 
  • Nafn- og myndbirtingar í dagblöðum 1932-2006
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í upphafi var gerð athugun á birtingartíðni Morgunblaðsins, Vísis-DV, Fréttablaðsins og Dags-Tímans í viðkvæmum málum. Viðkvæm mál eru til dæmis fréttaflutningur af dómsmálum og einkamálum s.s drykkjuvenjum og hjónabandserfiðleikum. Einnig var skoðað hvort birt væru nöfn og myndir af þeim sem fjallað var um.
    Til að auðvelda lestur skýringamyndanna var farið létt yfir sögu dagblaðanna með tilliti til nafn og myndbirtinga. Skoðað var fyrsta þekkta dæmið um nafn- og myndbirtingu í viðkvæmu máli og aðrar eldri tilraunir ritstjóra til að fara þessa leið í fréttaflutningi sínum. Siðareglur blaðamannafélagsins voru skoðaðar, ásamt lögum og reglum um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Til samanburðar við lög og reglur um mál sem þessi voru innri starfsreglur fjölmiðlanna sjálfra einnig skoðuð með tilliti til nafn- og myndbirtinga. Einnig voru þekktir dómar um mál er tengjast nafn- og myndbirtingum skoðaðir til að sjá enn betur hvernig dómstólar líta á mál sem þetta.
    Athugunin leiddi í ljós að nær eingöngu er fjallað um þau viðkvæmu mál er tengjast afbrotum, það eru þá fréttir af handtökum, dómsmálum og jafnvel ósannaðar ásakanir í garð einstaklings. Umfjöllunum af þessu tagi hefur fjölgað mikið á síðustu árum að einhverju leyti í takt við þróun afbrota í landinu. Enn sem komið er eru nafn- og myndbirtingar nær eingöngu í höndum dagblaðsins DV. Fréttablaðið og Morgunblaðið voru með mun minni tíðni nafnbirtinga og nær enga tíðni myndbirtinga. Nú er svo komið að DV er ekki lengur gefið út á virkum dögum vegna fjárhagserfiðleika og því hægt að draga þá ályktun að fréttir af því taginu, sem þar voru birtar séu ekki lesendum að skapi.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nafnogmynd.pdf436.34 kBOpinnNafn- og myndbirtingar í dagblöðum 1932-2006 - heildPDFSkoða/Opna