ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3485

Titill

Öryggi sjúklinga á skurðstofu: viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna til öryggismála

Útdráttur

Starfsumhverfi á skurðstofum er eitt það áhættusamasta sem fyrirfinnst í heilbrigðiskerfinu. Í dag eru margar skurðaðgerðir tæknilega mjög flóknar en á sama tíma er vaxandi krafa um aukna framleiðni innan heilbrigðiskerfisins. Þessar aðstæður geta aukið líkur á atvikum og skapað óöryggi hjá starfsfólki. Markmið þessarar lýsandi þversniðskönnunar var annars vegar að þýða og forprófa öryggismatsspurningalistann The Safety Attitudes Questionnaire (SAQ) og hins vegar að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna til þátta sem hafa áhrif á öryggi í skurðaðgerð og meta mun á viðhorfi eftir starfsstétt, aldri starfsmanna, starfsaldri í sérgrein og eftir vinnustað. Úrtakið var 157 hjúkrunarfræðingar (n=99) og læknar (n=58) starfandi á skurðstofum LSH í janúar 2009. Gögnum var safnað með SAQ listanum sem skiptist í sex undirþætti: teymisvinnu, öryggisbrag, starfsánægju, viður-kenningu á áhrifum streitu og þreytu á frammistöðu, skynjun á stjórnun og vinnuskilyrði. Svarhlutfall var 68,3%. Áreiðanleiki (Cronbachs alfa) SAQ mælitækisins var 0,83 og fyrir undir-kvarðana var áreiðanleikinn á bilinu 0,56-0,83. Við úrvinnslu gagna voru notuð marktektarprófin Mann-Whitney U og Kí-kvaðrat. Þátttakendur töldu gæði samskipta og samvinnu milli starfsstétta góð eða mjög góð. Hjúkrunarfræðingar voru með marktækt jákvæðara viðhorf til teymisvinnu en læknar, lýstu marktækt meiri starfsánægju en læknar og viðurkenndu frekar áhrif streitu og þreytu á frammistöðu í starfi en læknar. Þátttakendur 50 ára og eldri, lýstu marktækt meiri starfsánægju en þeir yngri, höfðu marktækt jákvæðara viðhorf til stjórnunar en þeir yngri og voru með jákvæðara viðhorf til vinnuskilyrða en þeir yngri. Starfsfólk á skurðstofum í Fossvogi var með jákvæðara viðhorf til vinnuskilyrða en starfsfólk á Hringbraut. Báðar starfsstéttir töldu gát-stund auka öryggi sjúklinga í skurðaðgerð. Hjúkrunarfræðingar voru marktækt líklegri til að telja að gát-stund auki öryggi sjúklinga en læknar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttakendur höfðu jákvætt viðhorf til öryggismála. Í framtíðinni er hægt að nota SAQ listann til að meta árangur af átaksverkefnum í öryggismálum fyrir og eftir innleiðslu breytinga.

Athugasemdir

Geisladiskur fylgir með prentaða eintakinu sem er varðveitt á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

Samþykkt
28.8.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ashildur_Kristjans... .pdf4,89MBLokaður Heildartexti PDF