ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3488

Titill

Efnishyggin þjóð í efnahagsþrengingum. Efnishyggja og vellíðan endurskoðuð

Útdráttur

Bæði erlendar og íslenskar rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á neikvæðar afleiðingar efnishyggju á líðan fólks. Íslensku rannsóknirnar voru allar gerðar þegar mikill efnahagsvöxtur ríkti á landinu. Efnahagsástandið á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum og því þótti mikilvægt að endurmeta tengsl efnishyggju við líðan fólks. Rannsókn með 82 þátttakendum leiddi í ljós neikvæð tengsl efnishyggju og huglægrar vellíðunar en jákvæð tengsl efnishyggju við kvíða, streitu og reiði, eins og búist var við. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir. Engin tengsl komu fram á milli efnishyggju og vonleysis, gagnstætt því sem búist var við. Efnishyggja spáði fyrir um huglæga vellíðan, kvíða, streitu og reiði fólks umfram persónulega útkomu úr bankahruninu eins og tilgátur sögðu til um. Persónuleg útkoma úr bankahruninu gaf aftur á móti betri forspá um vonleysi fólks, gagnstætt við það sem búist hafði verið við. Núverandi efnahagsumhverfi virðist því ekki hafa áhrif á tengsl efnishyggju við líðan fólks. Efnishyggja hefur í för með sér neikvæðar afleiðingar á líðan fólks hvort sem er í efnahagsvexti eða -þrengingum.

Samþykkt
31.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Unnur_Gudnadottir_... .pdf486KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna