is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3500

Titill: 
  • Þáttagreining Skimunarlista einhverfurófs: Klínískt úrtak
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þáttabyggingu Skimunarlista einhverfurófs (Autism Spectrum Screening Questionnaire) í úrtaki 142 barna á aldrinum fjögurra til 17 ára sem komu til göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans árin 2004 til 2009. Annað markmið var að kanna réttmæti þátta með því að kanna tengsl við undirþætti Spurninga um styrk og vanda (Strengths and Difficulties Questionnaire). Skimunarlisti einhverfurófs er 27 atriða listi sem foreldrar og kennarar barna svara. Listinn er notaður til að skima eftir einkennum einhverfurófsraskana hjá einstaklingum sem gætu þurft á frekari mati að halda. Niðurstöður sýndu að skynsamlegt væri að draga út þrjá þætti fyrir bæði foreldra- og kennaramat. Þættirnir voru nefndir Félagslegir erfiðleikar, Einhverfulík hegðun og Árátta-þráhyggja/Tourette. Fylgni þáttanna við undirþáttinn Samskiptavandi í Spurningar um styrk og vanda var miðlungs til há.
    Þessar niðurstöður gefa til kynna að með því að taka mið af þáttabyggingu Skimunarlista einhverfurófs mætti fá nákvæmari skimun. Nauðsynlegt er að setja fyrirvara við niðurstöður þar sem þær byggja á tiltölulega litlu úrtaki á stóru aldursbili og ekki hægt að útiloka að aðrar niðurstöður komi fram ef þáttabygging er könnuð á ólíkum aldursbilum.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin_og_Linda_fixed.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna