ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3503

Titill

Völd forseta Íslands

Útdráttur

Í íslensku samfélagi hefur verið mikil umræða um völd forseta Íslands. Sumir telja em¬bættið vera valdalaust og það beri að leggja niður á meðan aðrir vilja veg þess sem mestan. Í þessari ritgerð verður reynt að varpa ljósi á stöðu forseta Íslands og raunveruleg völd hans auk þess sem fjallað verður stuttlega um framtíð forsetaembættisins. Í upphafi verður reynt að setja fram hugmyndir um það stjórnskipulag sem ríkir á Íslandi og hvað einkenni það. Þegar að því er lokið hefst greining á forsetaembættinu. Greiningin verður unnin út frá þremur viðmiðum. Völdum forsetans samkvæmt stjórnarskránni, hvernig hann hefur beitt þeim völdum og samanburði við völd annara forseta. Þegar tekið hefur verið tillit til þessara þriggja þátta er markmiðið að draga fram rétta og heildstæða mynd af völdum forseta Íslands. Að því loknu verða settar fram nokkrar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um fram¬tíð forsetaembættisins.

Samþykkt
29.4.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
slands_fixed.pdf331KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna