is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3512

Titill: 
  • Um eignarnám og almennar takmarkanir eignaréttinda í ljósi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár og 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað á almennan hátt um eignarnám og almennar takmarkanir á eignarréttindum, í ljósi 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er á almennan hátt fjallað um eignarréttindi og andlag eignarréttar. Rakin eru helstu hugtök sem skipta máli við skýringu á eignarréttarákvæði 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og gerð grein fyrir eignaraðild og helstu flokkum eignarréttinda, með tilliti til skrifa íslenskra og danskra færðimanna á þessu sviði. Þá er að finna almenna umfjöllun um ákvæði 1. mgr 72. gr. stjórnarskrárinnar þar sem gerð er grein fyrir forsögu ákvæðisins og áhrif þess við lögskýringu. Réttarvernd ákvæðisins er tekin til sérstakrar skoðunar og gerð grein fyrir eignarnámi og þeim skilyrðum er stjórnarskráin setur slíkum skerðingum.
    Annar hluti ritgerðarinnar er helgaður vernd eignarréttar samkvæmt 1. gr. 1. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar er gerð grein fyrir réttarheimildarlegri stöðu sáttmálans og gildi úrlausna Mannréttindadómsóls Evrópu að íslenskum rétti, auk þess sem skýringarsjónarmið dómstólsins eru rakin. Fjallað er almennt um eignarréttarákvæði sáttmálans og þá aðferðarfræði sem Mannréttindadómstóllinn hefur beitt í málum er varða takmörkun eignarréttinda. Þá er tekið til skoðunar hvað telst til ,,eignar” í skilningi 1. gr. 1. samningsviðaukans og sérstök grein gerð fyrir þýðingu lögmætra væntinga í því sambandi. Sérstaklega er fjallað um eignarsviptingar (eignarnám), almennar takmarkanir eignarréttinda og aðrar skerðingar eignarréttar í skilningi 1. gr. 1. samningsviðauka og beitingu Mannréttindadómstólsins á þeim skilyrðum er slíkum skerðingum eru sett.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir almennum takmörkunum eignarréttinda. Fjallað er almennt um skilin milli eignarnáms og þeirra takmarkana er borgararnir verða að þola bótalaust, auk þess sem sérstök grein er gerð fyrir venjuhelguðum eignarskerðingum. Þá eru einnig rakin sjónarmið til leiðbeiningar þess efnis hvenær skerðing telst bótaskyld.
    Bótagrundvöllur eignarskerðinga er tekin til umfjöllunar í fjórða hlutanum. Gerð er grein fyrir bótaábyrgð ríkisins vegna brota á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og bótagrundvelli í málum er varða eignarskerðingar.
    Í lokakafla ritgerðarinnar eru rakin dæmi úr dómaframkvæmd Hæstaréttar þar sem reynt hefur á mörk almennra skerðinga eignarréttinda og eignarnáms. Fjallað er almennt um þá aðferðafræði er hérlendir dómstólar leggja til grundvallar í framangreindum málum og vikið að bótagrundvelli slíkra skerðinga eins og tilefni gefst til. Að lokum er gerð grein fyrir niðurstöðum dómaframkvæmdar í sérstakri samantekt.

Samþykkt: 
  • 7.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
min2_fixed.pdf723.41 kBLokaðurHeildartextiPDF