is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3535

Titill: 
  • Þetta leikur sig ekki sjálft, starfsánægja leikara í íslenskum atvinnuleikhúsum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fólk ver stórum hluta ævi sinnar í vinnu. Á undanförnum áratugum hefur verið lögð aukin áhersla á rannsóknir á störfum og starfsumhverfi. Í þessari rannsókn er tekin fyrir starfstétt íslenskra leikara og starfsánægja þeirra rannsökuð.
    Í rannsókninni er notast við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Megindlegur spurningalisti var lagður fyrir leikara Borgarleikhússins, Leikfélags Akureyrar og Þjóðleikhússins og í kjölfarið tekin viðtöl við leikhússtjóra leikhúsanna þriggja. Við gerð spurningalistans og uppbyggingu viðtalanna var notast við spurningar úr eldri rannsóknum á starfsánægju og þær aðlagaðar að þessari rannsókn. Svarhlutfallið var 61,8%.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að af 15 fullyrðingum sem spurt var um voru aðeins þrjár sem fengu einkunnina 4,2 eða hærra og töldust því á styrkleikabili samkvæmt mælikvarða Capacent Gallup. Tvær fengu einkunnir á bilinu 3,9 til 4,19 og teljast því vera á starfhæfu bili. Aðrar fullyrðingar fengu lægri einkunn og eru á aðgerðabili og þarfnast úrbóta.
    Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á ánægju leikara í starfi eru blanda af innri þörfum, ytri hvötum og starfsskipulagi. Vinnutími leikara er oft langur og launin ekki há. Það vekur því nokkra athygli að laun og vinnutími hafa lítil áhrif á starfsánægju þeirra. Sú niðurstaða er ekki í samræmi við það sem tíðkast í öðrum starfsstéttum. Leikarar líta svo á að aðrir eiginleikar starfsins vegi meira þegar kemur að ánægju í starfi.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á starfstétt leikara hér á landi og starfsánægja ekki verið rannsökuð með skipulögðum hætti áður. Ástæður þess má fyrst og fremst rekja til þess að vægi mannauðsstjórnunar hefur verið fremur lítið innan leikhúsanna. Í ljósi vaxandi samkeppni og smæðar markaðar má ætla að leikhúsin þurfi að endurskoða þá afstöðu sína í nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 16.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjar Már Brynjólfsson pdf_fixed.pdf6.89 MBLokaðurHeildarskjalPDF
Heimildir, Brynjar Már Brynjólfssonpdf_fixed.pdf34.96 kBOpinnHeimildirPDFSkoða/Opna
Útdráttur, Brynjar Már Brynjólfsson pdf_fixed.pdf9.22 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna