is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3544

Titill: 
  • Þróun nálgunarbanns í íslenskum rétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður farið með heildstæðum hætti yfir þróun nálgunarbanns í íslenskum rétti. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um heimilisofbeldisvandann á Íslandi. Farið verður yfir orsakir vandans, afleiðingar og þær lausnir sem bjóðast. Íslensk löggjöf um nálgunarbann verður sérstaklega til umfjöllunar í þriðja kafla en í því samhengi verða skoðuð lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, almenn hegningarlög nr. 19/1940 og barnaverndarlög nr. 80/2002. Í fjórða kafla verða til skoðunar ný lög um nálgunarbann nr. 122/2008 sem tóku gildi 1. janúar 2009. Aðdragandi að setningu laganna verður sérstaklega kannaður, fjallað verður um frumvarp til laga um nálgunarbann og þeirri spurningu velt upp hvers vegna nálgunarbann varð fyrir valinu en ekki brottvísun af heimili eða heimsóknarbann. Túlkun Hæstaréttar á skilyrðum nálgunarbanns verður sérstaklega til umfjöllunar í fimmta kafla. Helstu dómar Hæstaréttar um nálgunarbann verða reifaðir og ályktanir dregnar af fyrirliggjandi dómum. Í sjötta kafla ritgerðarinnar verður efnið dregið saman í niðurstöður.
    Með ritgerðinni er ætlað að veita lesandanum þekkingu á þeirri þróun sem leiddi til setningar laga um nálgunarbann nr. 122/2008. Lesandinn á að geta öðlast innsýn í þann heimilisofbeldisvanda sem ríkir á Íslandi og þau úrræði sem bjóðast í íslenskri löggjöf. Að lestrinum loknum á lesandinn að geta nálgast viðfangsefnið með opnum huga og myndað sér skoðun á því hvort frekari lagaúrræða gegn heimilisofbeldi, ofsóknum og öðrum ógnum sé þörf í íslensku samfélagi.

Samþykkt: 
  • 2.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur_Bjornsdottir_fixed.pdf220.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna