is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3547

Titill: 
  • Kaupmáttar- og óvarið vaxtajafnvægi á Íslandi. Samþætting í fimmvíðu líkani
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn tekur fyrir kaupmáttar- og óvarða vaxtajafnvægið milli Íslands annarsvegar og Bandaríkjanna, Bretlands og evrusvæðisins hinsvegar. Byggt er á hugmynd Johansen og Juselius um að vöru- og fjármagnsmarkaðir séu tengdir. Jafnvægin eru prófuð samtímis svo að breytur markaðanna geti haft áhrif á hvor aðra. Johansen samþættingarpróf er notað, á fimmvítt líkan sem inniheldur verðlag, vexti og gengi gjaldmiðla þeirra landa sem prófað er fyrir hverju sinni, til að meta fjölda sístæðra sambanda. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að vaxtamunur milli Íslands og þessara landa sé sístæður þó síst milli Íslands og Bandaríkjanna. Aðlögunin að jafnvægi er þó mjög hæg í öllum tilfellum. Fyrir kaupmáttarjafnvægið má greina einhverja leitni í þá átt sem formerkin gera ráð fyrir milli Íslands og evrusvæðisins en ekki fyrir hin löndin. Þá er því hafnað að sístætt samband í fullu samræmi við kaupmáttarjafnvægið haldi. Þessar niðurstöður gefa vísbendingar um að breytur vöru- og fjármagnsmarkaða hafi áhrif á hvor aðra því ekki var hægt að hafna því að vaxtamunurinn væri ósístæður með hefðbundnum prófum. Einhver samþætting virðist því vera milli markaða á Íslandi og í þeim löndum prófað er á móti en hinsvegar er aðlögun að langtímajafnvægi mjög hæg. Því er erfitt er að fullyrða um eitthvert langtímajafnvægi ef skammtímasveiflur ná að yfirgnæfa aðlögun að því.

Samþykkt: 
  • 18.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PPPUIP_fixed.pdf534.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna