ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3553

Titill

Kynfræðsla: Grunnur að góðu kynheilbrigði

Útdráttur

Innihald þessarar ritgerðar fjallar um kynfræðslu, mikilvægi hennar og áhrif á kynhegðun unglinga. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað telst til góðrar kynfræðslu, ásamt því að skoða hvaðan unglingar fá upplýsingar um kynlíf og hvaða áhrif þessar upplýsingar hafa. Einnig verður tekið fyrir hverjir það eru sem sinna kynfræðslu, hvaða þjónusta er í boði og hvaða hlutverki félagsráðgjafar gegna í þessu samhengi. Þessi ritgerð er heimildarritgerð, fengnar voru upplýsingar úr vísindalegum rannsóknum, greinum, tímaritum og á veraldarvefnum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að fræðsluþörf unglinga sé að aukast og breytast í takt við síbreytilegt þjóðfélag. Upplýsingar sem unglingar fá um kynlíf koma víða að og geta sumar verið töluvert villandi fyrir ungt fólk. Því er mikilvægt að ná til unglinga með skipulagðri kynfræðslu. Óskir unglinga varðandi kynfræðslu eru einnig að breytast og meiri áhugi er orðinn á því að læra um kynhneigð, kynferðislega ánægju, framkvæmd kynlífs og kynsjúkdóma frekar en líffræði. Einnig benda niðurstöður til þess að gagnsemi kynfræðslu sé ótvíræð en skipulögð kynfræðsla stuðli að því að unglingar verði ábyrgari að öllu leyti þegar kemur að kynlífi og málefnum tengdum kynlífi.

Samþykkt
19.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
i_fixed.pdf662KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna