is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3554

Titill: 
  • Áhrif atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika á heimilisofbeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um möguleg áhrif atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika á ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. Er fjallað ítarlega um atvinnuleysi í því skyni og meðal annars um skilgreiningar, kenningar og staðreyndir um atvinnuleysi, sem og afleiðingar þess. Einnig verður farið yfir atburði í íslensku efnahagslífi frá haustmánuðum 2008 fram til dagsins í dag, hver staðan er núna og hvers megi vænta. Næst verður fjallað um heimilisofbeldi og er þá eingöngu fjallað um ofbeldi gegn konum af völdum maka þeirra. Fjallað er um helstu flokka ofbeldis gegn konum, skilgreiningar á því og áhættuþætti hjá bæði konum og gerendum, sem og íslenskar rannsóknir sem geta gefið mynd af stöðu mála hvaða varðar heimilisofbeldi hér á landi. Því næst verður gert grein fyrir rannsóknum sem sýna fram á tengsl atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika og ofbeldis gegn konum, sem og óbein tengsl milli afleiðinga atvinnuleysis og áhættuþátta fyrir ofbeldi. Fjallað er um J-kúrfukenningu Davies og siðrofskenningar í tilraun til þess að meta og túlka ástandið á Íslandi í dag og einnig er litið til reynslu Finnlands sem gekk í gegnum mikla efnahagslega kreppu við lok síðustu aldar og fjallað um hvaða lærdóm við getum dregið af þeim.
    Er niðurstaðan sú að mikilvægt er að styðja við heilbrigðis- og félagsmálakerfið í ríkjandi árferði og rík ástæða er til þess að ætla að ofbeldi gegn konum muni aukast samfara efnahagslegri lægð og atvinnuleysis.

Samþykkt: 
  • 19.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf757.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna