is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3566

Titill: 
  • Samkeppnishæfni íslenskrar fatahönnunar með demantskenninguna að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkeppnishæfni íslenskrar fatahönnunar var skoðuð út frá demantskenningu Michael E. Porter. Greint var ítarlega frá öllum atriðum demantskenningarinnar. Klasar voru kynntir og samhengi þeirra við samkeppnishæfni dregið fram. Tilgangur klasa er meðal annars að auðvelda fyrirtækjum aðgengi að upplýsingum, auka samkeppnishæfni atvinnugreinar og landssvæðis og hvetja til samvinnu. Farið var stutt í sögu fatahönnunar almennt og svo á Íslandi.
    Rannsóknin er byggð á fyrirliggjandi gögnum ásamt hálfopnum viðtölum sem tekin voru við sex aðila úr ólíkum fatahönnunarfyrirtækjum og stoðgrein. Viðtölin byggðu á demantskenningunni og klösum.
    Niðurstöður leiddu í ljós að kennsla fatahönnuða á Íslandi er sterk í hönnunarvinnu og hugmyndasköpun en veik í öðrum þáttum. Mikið vantar upp á þekkingu fatahönnuða í þáttum sem tengjast framleiðslu. Áður fyrr var framleiðsla í tengdum atvinnugreinum til staðar en nú er sú framleiðsla nánast öll hætt. Framleiðsluskilyrði fatahönnunar á Íslandi eru erfið ef litið er til fjármögnunar. Fyrirtækjaumhverfið á Íslandi er mjög erfitt vegna hárra lánsvaxta. Viðskiptavinir íslenskrar fatahönnunar eru á heildina litið fáir en vandlátir. Viðskiptavinum fjölgar með aukinni meðvitund um íslenska hönnun. Atvinnugreinin er fremur einangruð á Íslandi. Eina lausnin fyrir einangraðar atvinnugreinar, sem Porter leggur til, er að mynda klasa sem tengir fyrirtækin saman á einhvern hátt í virðiskeðjunni. Klasar eru ekki til í fatahönnun á Íslandi nema óformlega að því leyti að sum fyrirtæki deila upplýsingum og þekkingu sín á milli. Sníða verður klasa að íslenskum aðstæðum og byggja á styrkleikum sem til eru.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_LOK_Fata_fixed.pdf243.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna