is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3574

Titill: 
  • Þjóðfélagslegur ávinningur af Atvinnu með stuðningi; Er hagkvæmt að bjóða upp á starfsendurhæfingarúrræði fyrir öryrkja á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar sífellt stærra hlutfall íslensku þjóðarinnar þiggur örorkubætur á hverju ári og tekur þannig ekki þátt í verðmætasköpun samfélagsins er ljóst að þau úrræði sem standa til boða til að aðstoða þennan hóp við að komast út í atvinnulífið skipta alla máli. Þjóðfélagslegur ávinningur af endurhæfingarúrræðum er skoðaður í þessu samhengi og er ávinningur Atvinnu með stuðningi (AMS), atvinnuúrræðis fyrir fatlaða, notaður til að álykta um hvort starfsendurhæfing fyrir öryrkja sé þjóðfélagslega hagkvæm.
    Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að AMS er í flestum tilvikum hagkvæm til skemmri tíma litið og alltaf til lengri tíma litið. Til að skoða stöðu AMS á Íslandi var þremur rannsóknaraðferðum beitt og var mikilvægust þeirra kostnaðarábatagreining, en að auki var beitt kostnaðarnytjagreiningu og hreinum samanburði kostnaðarábata mismunandi þjónustu. Niðurstaða rannsóknarinnar var að fyrir hvern notenda þjónustu AMS er jákvæður ábati upp á u.þ.b. eina og hálfa milljón króna á ársgrundvelli. Heildarábati af rekstri á AMS er því á bilinu 122.679.905 kr til 151.545.765 kr miðað við þann fjölda notenda sem AMS þjónustar á ársgrundvelli.
    Kostnaðarnytjagreining tekur tillit til bættra lífsgæða sem notendur þjónustunnar eru líklegir að njóta við það að nýta sér þjónustu AMS. Miðað við erlendar rannsóknir má ætla að lífsgæði notenda þjónustu AMS bætist um a.m.k. 4-7% en ekki er hægt að meta verðmæti þessarar íhlutunar þar sem upplýsingar skortir um langtímaáhrif hennar. Þegar kostnaður annarrar þjónustu fyrir sama hóp er einnig borin saman er ljóst að kostnaðarábati við AMS er mun hærri en verndaðra vinnustaða eða jafnvel dagþjónustu.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er því að AMS er þjóðhagslega hagkvæm, bætir lífsgæði þjónustuþega og er hagkvæmari en önnur úrræði sem eru í boði fyrir sama hóp þjónustuþega. Því er ályktað að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að bjóða upp á starfsendurhæfingarúrræði fyrir öryrkja á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorsson_fixed.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna