ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3576

Titill

Húsnæðisbólur: Umfjöllun um húsnæðisbóluna á Íslandi og erlendis í sögulegu samhengi

Útdráttur

Á undanförnum árum hefur húsnæðisbóla myndast á Íslandi og víðsvegar annars staðar í heiminum. Aldrei áður hefur húsnæðisverð hækkað jafn ört í jafn mörgum löndum á sama tímabili. Orsakir húsnæðisbólunnar eru lágir vextir og auðveldara aðgengi að lánsfé í kjölfar aukins frelsis á fjármálamörkuðum. Hækkanir á húsnæðisverði urðu til þess að væntingar um framtíðarhækkanir jukust og almenningur var í þeirri trú að verð mundi halda áfram að hækka um langa hríð. Í kjölfarið spratt upp mikil spákaupmennska á húsnæðismarkaði sem varð til þess að húsnæðisverð réðst ekki lengur af undirstöðuþáttum í hagkerfinu. Húsnæðiskreppa ríkir nú víðsvegar um heiminn og er samofin fjármálakreppunni. Ef litið er til reynslu annarra landa, til að mynda þeirra eignabólna sem áttu sér stað í Japan og Finnlandi á níunda áratugnum sést að margt er líkt með fyrri húsnæðisbólum og þeirri sem nýlega hefur myndast. Húsnæðisverð mun lækka á næstu misserum en þróunin mun einnig ráðast að miklu leiti af því hvernig stjórnvöldum tekst upp í baráttunni við þá efnahagsörðugleika sem nú er við að eiga.

Samþykkt
21.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ttir_fixed.pdf2,79MBLokaður Heildartexti PDF