is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3596

Titill: 
  • Stjórnarhættir fyrirtækja og einkavæðing ríkisfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræðan um stjórnarhætti fyrirtækja sem hægt er að rekja allt aftur til Adams Smith árið 1870 hefur verið talsvert áberandi á síðustu misserum vegna hneykslismála tengdum erlendum stórfyrirtækjum, þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þrátt fyrir að fátt í ársreikningum fyrirtækjanna hafi ekki gefið tilefni til annars en að rekstur fyrirtækjanna gengi vel, urðu þau gjaldþrota. Þessi mál voru oftar en ekki tengd framkvæmdastjórn, stjórn og endurskoðendum. Í kjölfar þessara gjaldþrota hafa kröfur um gagnsæi og bætta upplýsingagjöf aukist og athyglin beinst í auknu mæli að ábyrgð og hlutverki stjórna, stjórnenda og endurskoðenda fyrirtækja.
    Erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum um allan heim og áföll í íslensku efnahagslífi verða líklega til þess að ýta undir umræðuna um stjórnarhætti fyrirtækja sem verður líklega til þess að lög, regluverk og eftirlit verði bætt í kjölfarið. Áföll í efnahagslífinu verða oftast til þess að hvetja til umræðu um stjórnarhætti fyrirtækja og þoka regluverki til betra horfs, þó svo að of snemmt sé segja til um hvort að draga megi þá ályktum að ástandið á fjármálamörkuðum sé tilkomið vegna gagnrýnisverðra stjórnarhátta.
    Þar sem mörg fyrirtæki hafa endað í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins á Íslandi er líklegt að framundan sé athyglisvert og viðtækt einkavæðingarferli, þar sem mörg fyrirtæki sem nú eru í rekstri ríkisins endi síðar í höndum einkaðila. Einkavæðing getur átt stað með ýmsum hætti, en líklegt er að einkavæðingin sama hvernig hún ber að garði muni síðar valda vonbrigðum hafi góðir stjórnarhættir ekki verið hafðir að leiðarljósi í einkavæðingarferlinu. Einnig er líklegt að spurningar vakni um hvaða fyrirtæki sé rétt að einkavæða og þá með hvaða hætti, sérstaklega þau fyrirtæki sem að snúa að grunnstoðum og sinna grunnþjónustu við samfélagið. Séu stjórnarhættir fyrirtækja hafðir í fyrirrúmi í þessu ferli er líklegra að hagkvæm niðurstaða sem sátt er um fáist verði gengið út frá gildum eins og samfélagslegri og siðferðilegri ábyrgð, samhliða því að hámarka virði fyrirtækjanna og hag hagsmunaðila.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf224 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna