is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3603

Titill: 
  • Félagsleg tengsl aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldraðir er orðinn afar stór og breiður hópur fólks sem býr við ólíkar og margvíslegar aðstæður. Með fjölgun aldraðra á komandi árum er nauðsynlegt að huga vel að málefnum þess hóps og halda áfram rannsóknum á velferð þeirra. Félagsleg tengsl og áhrif þeirra á líðan aldraðra hafa lítið verið skoðuð hér á landi sem og erlendis. Á síðustu árum hefur áhugi rannsakenda á málefnum aldraðra þó aukist og eru ýmsar nýlegar rannsóknir til um meðal annars félagsleg tengsl. Þær rannsóknir benda til þess að góð félagsleg tengsl sé nauðsynlegur þáttur í almennri velferð og vellíðan eldra fólks. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif félagsleg tengsl hafa á líðan aldraðra. Tekin voru viðtöl við fimm aldraðar konur og var áhersla lögð á að skoða reynslu þeirra af félagslegum tengslum, virkni í tómstunda- og íþróttastarfi, möguleika á virkni vegna heilsuleysis og að lokum upplifun þeirra af félagslegum tengslum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur reyna allir að vera eins virkir í tómstunda- eða íþróttastarfi og þeim gefst kostur á og upplifun þeirra á félagslegum tengslum var almennt mjög góð.

Samþykkt: 
  • 22.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ra_fixed.pdf668.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna