ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3616

Titill

Samanburður á skilningi ungs manns með einhverfu á tali og tákn með tali

Útdráttur

Seinkun í málþroska barna með þroskahamlanir og einhverfu er mikið áhyggjuefni. Áætlað er að eingöngu helmingur barna með einhverfu læri tal sem samskiptaaðferð. Í þessari rannsókn var leitast við að gera samanburð á skilningi ungs manns með einhverfu á tali og tákn með tali. Rannsóknarsniðið var einstaklingstilraunasnið og aðferðin var snið ólíkra inngripa. Í fyrri tilrauninni var þátttakandi beðinn um að benda á eina mynd af þremur mögulegum. Í seinni tilrauninni var þátttakandi beðinn um að benda á hluti í íbúð sinni. Í báðum tilraunum voru fyrirmælin gefin annað hvort með tali eða tákn með tali. Helstu niðurstöður úr fyrri tilrauninni voru þær að ekki kom fram skýr munur á skilningi þátttakanda á tali eða tákn með tali. Ekki var hægt að ljúka seinni tilraun vegna vandkvæða þátttakanda við aðgreiningu milli áreita. Því var ekki hægt að draga fram niðurstöður úr seinni tilrauninni.
Lykilorð: Tal.

Samþykkt
22.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Samanburður á skil... .pdf368KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna