ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3625

Titill

Krepputal. Myndlíkingar í dagblöðum á krepputímum

Útdráttur

Hér eru íslensk fréttablöð skoðuð vikuna 7.-13. október með það að markmiði að telja og flokka myndlíkingar í greinum tengdum kreppunni. Þeir flokkar myndlíkinga sem komu oftast fyrir í umfjöllun blaðanna voru flokkur sjávar og sjómennsku, flokkur hernaðar, flokkur elds og hamfara og flokkur veðurs.Umræðuefnið í fréttablöðum umrædda viku einkennist af óstöðugleika, ótta og óöryggi og þar eiga þessir flokkar vel við í lýsingum á ástandinu í þjóðfélaginu. Ástæður fyrir notkun myndlíkinga eru ýmsar en þær geta einfaldað flókna hluti, varpað ljósi á ákveðinn hluta viðfangsefnis og með því falið aðra hluta þess. Stjórnmálamenn nota myndlíkingar mikið í máli sínu og þar sem dagblöð eru að stærstum hluta umfjöllun um stjórnmál og viðtöl við stjórnmálamenn þarf ekki að koma á óvart hversu oft myndlíkingar koma fyrir í dagblöðum. Bresk rannsókn á myndlíkingum í tungutaki á erlendum gjaldeyrismörkuðum er áhugaverð í samanburði við umrædda rannsókn og sýnir að þessir flokkar eru ekki einangraðir við íslenskt samfélag heldur eru þeir notaðir víðar um heim til að lýsa svipuðum aðstæðum.

Samþykkt
22.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
pdf_fixed.pdf689KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna