is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3629

Titill: 
  • Viðskiptavæðing menningarlífsins og menningarvæðing viðskiptalífsins : áhrif stefnu íslenskra stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarmála á menningarstofnanir á árunum 2002 til 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er niðurstaða lokaverkefnis míns í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bifröst. Ég rannsakaði sex menningarstofnanir og tvö stórfyrirtæki með tilliti til áhrifa stefnu stórfyrirtækja í styrkveitingum til menningarmála á menningarstofnanir á tímabilinu 2002 til 2008. Greinileg hugmyndafræðileg tengsl eru á milli aðkomu einkafjármagns að menningarstarfsemi í Bretlandi og Bandaríkjunum og þeirrar stefnu sem tekin var upp á Íslandi.
    Það kom mér á óvart hversu ígrunduð markaðsstefna stórfyrirtækjanna er varðandi menningarstarfsemi og á hversu árangursríkan hátt þeim hefur tekist að nýta hana sér til framdráttar í nafni svokallaðrar samfélagslegrar ábyrgðar. Þá vakti það undrun mína hvað sértekjur menningarstofnana vegna samstarfs þeirra við stórfyrirtæki eru í raun litlar miðað við umfjöllun um samstarfið í fjölmiðlum og það almannatengslastarf sem þær vinna fyrir stórfyrirtækin.
    Loks vekur það athygli að notkun stórfyrirtækja á virðingu og trausti rótgróinna menningarstofnana í opinberri eigu til félagsmótunar og ímyndaruppbyggingar tíðkast nánast gagnrýnislaust hérlendis. Vonast ég til að rannsókn þessi eigi eftir að eiga hlut í að gera sambönd menningarstofnana og stórfyrirtækja gagnsærri og vera innlegg í umræðu um hvernig þeim verður best fyrir komið í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loftur_lokautgafa_fixed.pdf1.53 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna