ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3642

Titill

Hvíld og virkni: Mat á svefnörðugleikum hjá sjúklingum með heilabilun á hjúkrunarheimilum

Útdráttur

Verkefnið skiptist í fræðilegan hluta og afmarkaða tilfellarannsókn. Í fræðilegri úttekt voru gerð skil á heilabilun með áherslu á Alzheimer sjúkdóminn, ásamt svefni og svefntruflunum á meðal aldraðra og aldraðra einstaklinga með heilabilun. Einnig var greint frá samspili hvíldar og virkni, þar sem lögð var áhersla á; gæði svefns á hjúkrunarheimilum, áhrifaþætti svefns og mismunandi leiðir til þess að yfirvinna svefntruflanir. Fræðilegri úttekt var síðan fylgt eftir með tilfellarannsókn, sem fól í sér ítarlega athugun á þremur einstaklingum á sérdeild sem ætluð er fólki með heilabilun.
Í niðurstöðukaflanum er greint frá samhengi fyrirbærisins og síðan er greint frá fyrirbærinu sjálfu, sem er virkni, hvíld og svefn. Niðurstöður leiddu m.a. í ljós að það er margt sem bendir til þess að áhrif sjúkdómsástands á hvíld og virkni séu ótvíræð, ásamt breytingum á aðstæðum við flutning á hjúkrunarheimili. Aðrir áhrifaþættir á hvíld og virkni eru; umhverfi/daglegur gangur á deild, umgengni við sjúklinga og dvöl á deild.

Samþykkt
23.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
nd_fixed.pdf2,77MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna