is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3644

Titill: 
  • Tengsl tónlistar við andlega líðan og samskiptamynstur íslenskra unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að tónlist getur vakið upp ímyndanir og minningar hjá fólki og kallað fram tilfinningar sem geta haft áhrif á andlega líðan þess. Unglingar eru stór hópur tónlistarneytenda. Þeir nýta sér tónlistina meðal annars til að hafa áhrif á tilfinningalíf sitt og andlega líðan og einnig til að skapa sér samfélagslega ímynd sem hefur áhrif á félagaval þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort tengsl væru á milli tíðni tónlistarhlustunar íslenskra unglinga og andlegrar líðanar þeirra og samskiptamynsturs við vini. Unnið var úr gögnum sem fengin voru úr íslenska hluta evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD frá árinu 2007, þar sem úrtakið var 3678 íslenskir nemendur í 10. bekk grunnskóla. Niðurstöður benda til að unglingar sem hlusta daglega á tónlist að eigin vali séu líklegri til að finna fyrir dapurleika og einbeitingarskorti, heldur en jafnaldrar þeirra, sem hlusta sjaldnar en daglega á tónlist að eigin vali. Einnig sýndu niðurstöður að unglingar, sem hlusta daglega á tónlist að eigin vali, eru líklegri til að eiga meiri og nánari samskipti við vini sína, heldur en jafnaldrar þeirra sem hlusta sjaldnar en daglega á tónlist að eigin vali. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja tilgátur rannsakanda og eru í meginatriðum í samræmi við niðurstöður annarra

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl tónlistar við andlega líðan og samskiptamynstur íslenskra unglinga.pdf194.85 kBOpinn"Tengsl tónlistar við andlega líðan og samskiptamynstur íslenskra unglinga"-heildPDFSkoða/Opna