is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3663

Titill: 
  • Lyfjaskiptameðferð við ópíumfíkn, reynsla notenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikill meirihluti þeirra sem fer í áfengis og vímuefnameðferð fellur í kjölfar meðferðar. Árið 2002 var samþykkt þingsályktunartillaga þar sem lagt var til að Sjúkrahúsinu Vogi yrði falið að þróa sérhæfða meðferð fyrir ópíumnfíkla. Vogur hefur boðið sjúklingum sínum upp á viðhaldsmeðferð (lyfjaskiptameðferð) við ópíumfíkn um árabil. Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna hvernig óvirkum ópíumfíklum í lyfjaskiptameðferð við ópíumfíkn hefur gengið að fóta sig í samfélaginu og hvort þörf sé fyrir frekari úrræði á þessu sviði. Verkefnið byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru opin viðtöl við fjóra óvirka ópíumfíkla sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lokið hefðbundinni áfengis og vímuefnameðferð, og hafa verið í lyfjaskiptameðferð við ópíumfíkn. Einnig voru fengnar upplýsingar varðandi meðferðina frá starfandi sérfræðilækni í fíknlækningum á Sjúkrahúsinu Vogi. Áhersla var lögð á að varpa ljósi á aðstæður og upplifun óvirkra ópíumfíkla á því að vera án vímuefna og hvernig þeim hefur gengið að takast á við nýjar aðstæður án þess að falla.
    Niðurstöðurnar varpa ljósi á aðstæður og lífshlaup ópíumfíkla og hvernig þeim hefur gengið að fóta sig í samfélaginu að lokinni hefðbundinni meðferð. Samkvæmt niðurstöðunum telja viðmælendur að úrræðin séu fullnægjandi og til staðar varðandi lyfjaskiptameðferðina. Það kemur hins vegar í ljós að viðmælendum hefur gengið misjafnlega vel að komast inn í samfélagið aftur og telja jafnvel þörf á aðstoð í því samhengi. Niðurstöðurnar sýndu frammá nauðsyn þess að til væri úrræði sem hefði það að markmiði að hjálpa fíklum að taka fyrstu skrefin og komast yfir erfiðasta hjallann inn í samfélagið að nýju að lokinni meðferð.

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
21_fixed.pdf408.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna