is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3675

Titill: 
  • Vaðmál og netsokkar. Kyngervi kvenna í hnattvæddum heimi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Samfélagslegar breytingar og aukin þátttaka í hnattvæðingunni setur svip sinn á samfélagið. Hnattvæðingin felur í sér gagnkvæm áhrif mismunandi hagkerfa og menningarheima og sveigjanlegri landamæri. Í samfélagslegu umróti verður hagræn og menningarleg merking fljótandi en í uppstokkuninni á sér jafnframt stað endurnýjun á gildum og viðmiðum hverrar menningar. Ímynd og kyngervi kvenna er miðlæg í sköpun þjóða. Samkvæmt Joan Wallace Scott er „kyngervi“ (e. gender) birtingamynd samfélagslegrar túlkunar á kyni og einnig sú grundvallarbreyta sem tákngerir kynjuð valdatengsl. Kyngervið mótar sjálfsmynd okkar sem aftur hefur áhrif á samfélagið sem við búum í. Greiningartækið kyngervi er miðlægt í þessari ritgerð en einnig verður nýjasta greiningartæki femínískra kenninga, samtvinnun, beitt í verkefninu. Í samtvinnun er gengið út frá þeirri grundvallarforsendu að manneskjan sé mótuð af mismunandi breytum sem aftur ákvarða stöðu hennar í samfélaginu. Ritgerðin er jafnframt byggð á eigindlegri rannsókn og heimildum. Í henni verða þrjú mismunandi kyngervi kvenna á Íslandi greind: kyngervi íslenskra kvenna, kyngervi múslimakvenna og kyngervi kvenna frá fyrrum sósíalísku löndum Austur-Evrópu. Saga og þróun kyngervanna verður rakin til menningarbundins uppruna þeirra til Íslands í dag og þannig verður varpað ljósi á kynjaðar víddir hnattvæðingarinnar. Sýnt verður fram á að þó að kyngervin sem fjallað er um virðist ólík eiga kyngervin sjálf og þættir sem skapa þau sér hliðstæðu í íslenskri menningu. Kyngervin sem eru til umræðu í ritgerðinni eru gjarnan réttlæt með tilvísun í val kvennanna sem þau bera. Í verkefninu er gengið út frá því að fólk og samfélög séu félagsleg sköpun. Val kvenna í sköpun eigin kyngervis verður skoðað í þessu ljósi og leitt að því líkum að valfrelsi kvenna grundvallist á öðrum félagslegum þáttum sem hafa áhrif á mótun kyngervis þeirra og samfélagslega stöðu. Þannig sé kyngervi kvenna byggt á þeim kynjuðu valdatengslum sem liggja til grundvallar í hverju samfélagi.

Samþykkt: 
  • 24.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudny_Gustafsdottir_fixed.pdf625.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna