ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3678

Titill

Um stjórnarsáttmála. Þróun, gerð og vægi

Útdráttur

Í ritgerðinni fjalla ég um stjórnarsáttmála út frá þróun, gerð og vægi. Í öðrum kafla ritgerðarinnar útskýri ég uppruna þeirra og kem inn á hvernig rannsóknum á þeim hefur verið háttað hingað til. Ég greini síðan stjórnarsáttmála út frá efni, umfangi og þróun. Þá reyni ég að meta mikilvægi stjórnarsáttmála út frá þörf og aðhaldshlutverki þeirra. Í kafla þrjú fjalla ég um stjórnarsáttmála á Íslandi. Þar rek ég aðdragandann að fyrsta stjórnarsáttmálanum árið 1934 og þróun þaðan í frá. Ég dreg fram skilgreiningu á ferli við stjórnarmyndanir og fjalla um hvernig meirihlutastjórnir eru ráðandi form í íslenskum stjórnmálum. Svo greini ég nánar gerð íslenskra stjórnarsáttmála út frá lengd, stefnumálum og aðhaldshlutverki. Í fjórða kaflanum skoða ég hvort stjórnarsáttmálar endurspegli kosningastefnuskrár flokkanna í stjórnarsamstarfinu. Til þess nota ég kosningastefnuskrár úr gagnasafni sem hafa verið kóðaðar eftir skilgreindum málaflokkum.

Samþykkt
24.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
sdg_fixed.pdf682KBLokaður Heildartexti PDF