is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3689

Titill: 
  • Aðild að samkeppnismálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Margar ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar hafa áhrif á réttindi eða skyldur einstaklinga eða lögaðila. Ef andlag ákvörðunar varðar mikilsverða hagsmuni eintaklings eða lögaðila er ljóst að réttaröryggi hans er betur borgið ef honum er gert mögulegt að koma sínum sjónarmiðum að við meðferð málsins. Íslensk stjórnsýslulög nr. 37/1993 (hér eftir skammstöfuð stjsl.) tryggja því ýmis réttindi til handa aðila stjórnsýslumála.
    Hugtakið „aðili máls“ er hvergi skilgreint í stjórnsýslulögunum. Ein möguleg afmörkun á merkingu hugtaksins, og ef til vill sú einfaldasta, er að átt sé við einstakling eða lögaðila sem njóti ákveðinna réttinda við meðferð opinbers máls. Þessi skilgreining er hins vegar ófullnægjandi af ýmsum orsökum og má þar fyrst og fremst nefna að í henni felast engar leiðbeiningar til þess að afmarka skilyrði þess að teljast aðili stjórnsýslumáls. ... Þau sjónarmið sem helst er litið til hér á landi við ákvörðun aðildarstöðu eru í fyrsta lagi hvort hagsmunirnir séu beinir, í annan stað hversu verulegir þeir eru, í þriðja lagi hvort um sé að ræða sérstaka hagsmuni og í fjórða lagi hvort hagsmunirnir séu lögvarðir. Þessi sjónarmið falla að sumu leyti vel að hvort öðru en skarast einnig að mörgu leyti.
    Árétta ber að um heildstætt mat er að ræða og geta því sérstakar aðstæður leitt til þess að telja beri einstakling eða lögaðila aðila máls enda þó að eitthvað vanti upp á að hagsmunir þeir sem hann hafi af úrlausn málsins uppfylli allar kröfurnar. Líta ber til samspils ofangreindra sjónarmiða og gæta að þess að réttaröryggi borgarans er markmið stjórnsýslulaganna í heild. Leiki vafi á aðildarstöðu ber jafnan að túlka slíkan vafa borgaranum í hag. Þó getur komið til þess að hagsmunir annarra málsaðila í þrengri skilningi standi gegn slíkri túlkun og verður þá að fara fram frekari hagsmunamat.

Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gardar_Steinn_fixed.pdf267.77 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Gardar_Steinn_Forsida_fixed.pdf46.78 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna