ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/369

Titill

Fjölskylda samtímans : fjölskylduhagir 10. bekkinga á Íslandi árið 2006 og tengsl þeirra við nánustu aðstandendur

Útdráttur

Geðtengsl barna og foreldra hafa verið sögð skipta höfuðmáli þegar skoðaðir eru þeir þættir sem hafa áhrif á hvernig ungu fólki farnist í lífinu. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga í góðum tilfinningalegum tengslum við foreldra sína eigi síður við sálræn eða félagsleg vandamál að stríða. Hin íslenska fjölskylda hefur breyst mikið á síðustu öld og mörg fjölskylduform hafa sprottið fram í samtímanum. Því eru tengsl fjölskylduforms og geðtengsla umfjöllunarefni þessarar rannsóknar. Unnið var úr gögnum úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema sem lögð var fyrir snemma á þessu ári. Þar voru skoðaðir fjölskylduhagir 10. bekkinga. Einnig voru skoðuð viðhorf þeirra til ýmissa tengsla milli sín og ólíkra fjölskyldumeðlima. Þátttakendur voru 1913 talsins eða um 40% af heildarþýðinu. Mælitækið sem notast var við í rannsókninni var spurningalisti sem nemendur fylltu sjálfir út. Helstu niðurstöður eru þær að 25% nemenda eiga sér annað heimili en aðeins 31,6% þeirra dvelja þar að einhverju ráði. Tilfinningatengsl móður mældust lág og mun lægri en tilfinningatengsl við föður. Foreldrar sem búa saman vita mest um það hvar unglingurinn er og hverjir vinir hans eru miðað við önnur fjölskylduform. Unglingar eiga almennt erfitt með að tala við stjúpforeldra eða í um 60% tilfella. Niðurstöður benda til þess að fjölskylduform hafi áhrif á tilfinningatengsl að einhverju leiti en þó ekki öllu.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
fjolskst-e.pdf517KBOpinn Fjölskylda samtímans - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
fjolskst-h.pdf417KBOpinn Fjölskylda samtímans - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
fjolskst-u.pdf408KBOpinn Fjölskylda samtímans -útdráttur PDF Skoða/Opna
fjolskst.pdf1,19MBTakmarkaður Fjölskylda samtímans - heild PDF