ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3690

Titill

Stefnubreyting rússneskra stjórnvalda gagnvart Bandaríkjunum eftir 2003

Leiðbeinandi
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um þá staðreynd að eftir að ríkisstjórnir Bush og Pútíns létu af völdum má segja að samskipti rússneskra og bandarískra stjórnvalda hafi staðið í sögulegu lágmarki frá lokum kalda stríðsins. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þá þætti sem kunna að hafa átt hlut í þeirri staðreynd.
Í ritgerðinni verður byrjar á því að fjalla um innanlandsþætti í Rússlandi. Þar ber helst að nefna þróun lýðræðis í landinu auk hins gríðarlega efnahagsuppgangs sem einkenndi rússneska hagkerfið alla tíð Pútíns í embætti forseta. Ljóst er að þessir tveir þættir hafa haft mikið með þá stöðu, sem nú er uppi í samskiptum ríkjanna tveggja, að gera. Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar síðan um samskipti bandarískra og rússneskra stjórnvalda frá lokum kalda stríðsins. Þessum hluta ritgerðarinnar verður skipt upp í þrjú tímabili sem öll einkennast af ólíkum samstarfsvilja og getu.
Megin niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að þrátt fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað í innanríkismálum í Rússlandi á undanförnum áratug eru það samskipti ríkisstjórna Bandaríkjanna við stjórnvöld í Rússlandi, frá lokum kalda stríðsins til ársins 2003, sem mestan þátt hefur haft í þeirri stöðu sem nú ríkir á milli ríkisstjórna ríkjanna tveggja.

Samþykkt
25.9.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
russland5_fixed.pdf784KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna