is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3692

Titill: 
  • Fuglasafn Sigurgeirs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil vakning er orðin í íslensku samfélagi á bættari lífskjörum og aðstæðum barna og ungmenna. Eitt sjónarhorn þessa er aukin viðleitni til að jafna aðstöðu ungmenna hvað varðar gæði menntunar. Dæmi þess er m.a. að vegna aukinna fólksflutninga á höfuðborgarsvæðið undanfarin ár hafa færri börn en áður tækifæri til þess að kynnast náttúrunni frá fyrstu hendi. Þar af leiðandi er því brýnna en áður að grunnskólar landsins reyni að mæta þessari þróun með því að skapa nemendum aðstæður og tækifæri til að kynnast náttúru landsins á fjölbreyttum vettvangi hennar. Ein leið íslenskra grunnskóla til að mæta þessari þróun er að búa til svokallaðar útikennslustofur en þær eru afmarkað svæði í nágrenni skólanna sem er alfarið nýtt undir kennslu.
    Náttúrugripasöfn á Íslandi eru nánast óplægður akur hvað varðar nýtingu þeirra í kennslu og flest þeirra hafa því ekki boðið upp á markvissa fræðslu hingað til. Fræðslugildi safna er þó ómetanlegt og eru þau, auk ferða nemenda út í náttúruna á vegum skólanna, kennsluvettvangur sem ætti að nýta betur. Þessa gætir í nýjum áherslum Aðalnámskrár grunnskóla, m.a. í náttúrufræði og umhverfismennt auk námskenninga. Í ljósi þess er ferð á náttúrugripasafn tækifæri til að færa nemendur nær náttúrunni og fyrirbærum hennar.
    Kennslusöfn hafa þann kost umfram önnur söfn, að geta boðið upp á markvissa fræðslu og vel skipulögð verkefni sem taka mið af áherslum og markmiðum Aðalnámskrár. Meginmarkmið þessa verkefnis er að færa Fuglasafn Sigurgeirs á Mývatni skrefi nær því að verða öflugt kennslusafn þar sem komið er til móts við þarfir mismunandi nemendahópa.
    Í kennslubréfinu sem þessi greinargerð fylgir er að finna fræðsluefni fyrir kennara um Mývatn og lífríki þess ásamt greinargóðum upplýsingum um fugla og lifnaðarhætti þeirra. Auk þess er þar verkefnasafn fyrir nemendur frá 5 til 17 ára aldurs og tenging verkefna við áfangamarkmið Aðalnámskrár: Náttúrufræði og umhverfismennt 2007.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er unnið fyrir Fuglasafn Sigurgeirs við Mývatn og er ætlað til notkunar á safninu.
Samþykkt: 
  • 25.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilitsíða.pdf361.04 kBOpinnKápa verkefnis og titilsíða greinargerðarPDFSkoða/Opna
Greinargerð.pdf1.25 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kennarabréf.pdf6.56 MBOpinnKennarabréfPDFSkoða/Opna
Verkefni fyrir yngsta stig.pdf11.2 MBOpinnVerkefni ætluð yngsta stigiPDFSkoða/Opna
Verkefni fyrir elsta stig.pdf18.71 MBOpinnVerkefni ætluð elsta stigiPDFSkoða/Opna
Verkefni ætluð miðstigi..pdf25.34 MBOpinnVerkefni ætluð miðstigiPDFSkoða/Opna