is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3695

Titill: 
  • Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði : vegferð tveggja fatlaðra drengja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á rannsókn sem gerð var á vegferð tveggja drengja með ólíkar fatlanir úr leikskóla í grunnskóla og hvernig þeir upplifa smíðakennslu, hvernig þjónustan hlúir að þeim á þessum tveimur skólastigum og hvernig smíðakennslan mætir þörfum þeirra. Rannsóknin
    var framkvæmd með opnum viðtölum við foreldra tveggja drengja sem búa við ólíkar fatlanir, sérfræðinga innan skólans sem sjá um þeirra mál og einnig smíðakennarann við skólann. Þátttakendur voru valdir eftir að höfundar höfðu kennt þeim í æfingarkennslu við skólann.
    Helstu niðurstöðurnar sýna að misræmi er á þjónustu milli skólastiga. Skerðingin verður
    þegar farið er úr leikskóla yfir í grunnskóla annars vegar og úr grunnskóla í framhaldsnám hins vegar. Smíðakennsla virðist styrkja nemendur með sérþarfir félagslega og skiptir þá miklu máli. Augljóst er að krafa um aukna kennslu í verkmennt fyrir börn með sérþarfir er hávær.

Samþykkt: 
  • 25.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf300.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna