is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3702

Titill: 
  • List sem bítur og slær. Sýningin „Bæ bæ Ísland“ skoðuð í ljósi kenningar Herberts Marcuse um hlutverk listarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við upphaf 21. aldar var ljóst að íslenskt þjóðfélag hafði tekið stakkaskiptum. Öllum sviðum samfélagsins hafði verið umbylt: stéttaskipting óx hröðum skrefum, auður safnaðist á fárra hendur, stærstu fyrirtæki landsins voru færð úr opinberri eigu í einkaeign og ráðist var í
    umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir með tilheyrandi röskun á náttúru landsins. Hjól þjóðlífsins snerust hraðar og hraðar – en námu loks hér um bil staðar með hruni bankanna haustið 2008. Andóf gegn þessu ástandi hafði smám saman gripið um sig á meðal almennings. Fólk mótmælti virkjanaframkvæmdum, álverum og
    náttúruspjöllum, það mótmælti stuðningi Íslands við stríðsrekstur í fjarlægum löndum, meintum ólýðræðislegum vinnubrögðum stjórnvalda og
    loks mótmælti fólk bankahruninu þegar þar að kom.
    Sýningin „Bæ bæ Ísland: Uppgjör við gamalt konsept“ sem var opnuð í Listasafninu á Akureyri 15. mars 2008 spratt upp úr þessu umhverfi vaxandi andófs. Þar sýndu 23 listamenn fjölbreytt verk sem fólu í sér mótmæli gegn
    gjörbreyttu þjóðfélagslegu landslagi. Verkin spönnuðu vítt svið en áttu það öll sameiginlegt að fjalla um Ísland og íslenskan veruleika, vera gagnrýnin á ríkjandi þjóðskipulag, setja fram ádeilu á neyslu– og gróðahyggju og fjalla um árás á náttúru landsins, svo eitthvað sé nefnt.
    Í ritgerðinni set ég sýninguna undir listheimspekilega mælistiku Herberts Marcuse og greini hana út frá kenningu hans um áhrif pólitískrar listar á samfélagið. Marcuse hélt því fram að öll „sönn list“ ætti að framandgera veruleikann, stíga handan hans og birta nýjan sannleika sem leitt gæti til betra ástands.
    Sýningin endurspeglaði, og gagnrýndi um leið, kapítalískt samfélag á mjög beinskeyttan hátt en að áliti Marcuse er of augljós pólitískur ásetningur listaverka yfirleitt til marks um veikleika þeirra.

Samþykkt: 
  • 28.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_250909_fixed.pdf551.58 kBLokaðurHeildartextiPDF